Fyrrum eigendur og stjórnendur Kletts - sölu og þjónustu voru samanlagt með 1,3 milljarða í fjármagnstekjur í fyrra. Birgir Sigurðsson, fyrrverandi fjármálastjóri, Sveinn Símonarson, framkvæmdastjóri þjónustusviðs, og Bjarni Arnarson, framkvæmdastjóri sölusviðs Kletts, voru með á bilinu 340-356 milljónir króna í fjármagnstekjur.
Þeir áttu hvor um sig 10% í Kontor ehf., þáverandi móðurfélagi Kletts, við söluna til Skeljungs. Nú fara Sveinn og Bjarni með lítinn hlut í Styrkás, núverandi móðurfélagi Kletts.
Fyrrum eigendur og stjórnendur Kletts - sölu og þjónustu voru samanlagt með 1,3 milljarða í fjármagnstekjur í fyrra. Birgir Sigurðsson, fyrrverandi fjármálastjóri, Sveinn Símonarson, framkvæmdastjóri þjónustusviðs, og Bjarni Arnarson, framkvæmdastjóri sölusviðs Kletts, voru með á bilinu 340-356 milljónir króna í fjármagnstekjur.
Þeir áttu hvor um sig 10% í Kontor ehf., þáverandi móðurfélagi Kletts, við söluna til Skeljungs. Nú fara Sveinn og Bjarni með lítinn hlut í Styrkás, núverandi móðurfélagi Kletts.
Knútur Grétar Hauksson, fyrrverandi forstjóri Kletts, átti 70% í móðurfélagi Kletts við söluna og er hann í dag eini eigandi Kontor. Fjármagnstekjur hans námu 240 milljónum króna.
Í október 2022 gerði Skeljungur, dótturfélag Skeljar fjárfestingafélags, kaupsamning um kaup á öllu hlutafé í Kletti – sölu og þjónustu ehf. og Klettagörðum 8-10 ehf. í 3,8 milljarða króna viðskiptum.
Gengið var formlega frá kaupunum í febrúar 2023 og var Styrkás stofnað sem eignarhaldsfélag Skeljungs ehf. og Kletts – sölu og þjónustu ehf. Í júlí 2023 kom Horn IV, framtakssjóður í stýringu Landsbréfa, inn í hluthafahópinn.
Hagnaður Kletts nam 311 milljónum króna í fyrra og námu rekstrartekjur 11,2 milljörðum króna. Eignir félagsins voru bókfærðar á 4,7 milljarða og eigið fé nam 1,5 milljörðum.
Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast listann yfir 150 fjármagnstekjuhæstu einstaklingana árið 2023 í heild hér.