Málflutningur í máli þrotabús WOW air gegn fyrrverandi stjórnarmönnum félagsins hófst síðastliðinn föstudag en krafa þrotabúsins um riftun og skaðabótaábyrgð stjórnarmanna vegna greiðslu flugfélagsins til Eurocontrol í marsmánuði 2019 var fyrst á dagskrá.
Lögmenn stjórnenda WOW og skiptastjórar þrotabúsins höfðu komið sér saman um að málflutningur föstudagsins yrði leiðarvísir fyrir sambærileg mál næstu vikurnar en reikna má með að aðalmeðferð verði lokið í byrjun nóvember.
Þórir Júlíusson, lögmaður Eurocontrol, fór hörðum orðum um málatilbúnað þrotabúsins í málflutningi sínum og sagði um afar eðlilega greiðslu að ræða.
Eurocontrol er milliríkjastofnun sem styður við flug og flugleiðsögu í Evrópu og greiddi WOW greiðslu fyrir þjónustu stofnunarinnar skömmu fyrir gjaldþrot félagsins. Stofnunin sér um útreikning á innheimtu flugumferðargjalda sem renna síðan til þeirra landa sem veita þjónustuna.
Þrotabúið hélt því fram fyrir dómi að Eurocontrol hafi verið grandvís stöðu WOW air og að milliríkjastofnunin hefði „haft í hótunum“ við flugfélagið til að fá greiðsluna.
Til að lesa meira
Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.
Verð frá 2.749 kr. á mánuði