„Okkur vantar fleiri tegundir af fjárfestum á markaðinn, okkur vantar erlenda fjárfesta, vísitölusjóði og að almenningur sé meira að fara inn á markaðinn en verið hefur,“ sagði Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri á fjármálaþingi Íslandsbanka í gær.

Hann sagði að vel heppnað hlutafjárútboð Icelandair væri ákveðin traustyfirlýsing og að það væri jákvætt hve margir almennir fjárfestar tóku þátt. „Það sýnir að það eru ekki bara lífeyrissjóðir á þessum markaði,“ sagði Ásgeir.

Sagði hann að erfitt væri fyrir lífeyrissjóði að taka að sér að vera kjölfestufjárfestar í félögum og meðal þess sem hugleiða mætti sé að skilja frekar á milli viðbótarlífeyrissparnaðar og samtryggingarlífeyris. Slíkt geti eflt verðbréfamarkað og aukið skoðanaskipti á markaði.

„Ég tel að það þurfi að tryggja betur sjálfstæði stjórnarmanna og að ákvarðanir séu teknar inn í sjóðunum með hagsmuni sjóðsfélaga að leiðarljósi. Það er algjörlega markmið fjármálaeftirlits Seðlabankans,“ sagði Ásgeir enn fremur aðspurður hvort ræða þyrfti nánar um þrýsting af hálfu atvinnurekenda eða verkalýðsleiðtoga um fjárfestinga sjóðanna.

Loks saði Ásgeir að Íslendingar hefðu verið vel undirbúnir fyrir þá kreppu sem nú ríkir en að bankinn búi yfir stórum gjaldeyrisforða sem beitt verði til að tryggja stöðugleika í gengismálum.

„Óvissan er svo mikil og fólk þarf að hafa áhyggjur af svo mörgu í framtíðinni að ég er að reyna að taka gjaldeyrismarkaðinn út fyrir sviga. Hann sé tiltölulega öruggur og stöðugur og fólk þurfi ekki að hafa áhyggjur af krónunni,“ sagði Ásgeir og bætti við að krónan væri í góðum höndum.

„Okkur vantar fleiri tegundir af fjárfestum á markaðinn, okkur vantar erlenda fjárfesta, vísitölusjóði og að almenningur sé meira að fara inn á markaðinn en verið hefur,“ sagði Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri á fjármálaþingi Íslandsbanka í gær.

Hann sagði að vel heppnað hlutafjárútboð Icelandair væri ákveðin traustyfirlýsing og að það væri jákvætt hve margir almennir fjárfestar tóku þátt. „Það sýnir að það eru ekki bara lífeyrissjóðir á þessum markaði,“ sagði Ásgeir.

Sagði hann að erfitt væri fyrir lífeyrissjóði að taka að sér að vera kjölfestufjárfestar í félögum og meðal þess sem hugleiða mætti sé að skilja frekar á milli viðbótarlífeyrissparnaðar og samtryggingarlífeyris. Slíkt geti eflt verðbréfamarkað og aukið skoðanaskipti á markaði.

„Ég tel að það þurfi að tryggja betur sjálfstæði stjórnarmanna og að ákvarðanir séu teknar inn í sjóðunum með hagsmuni sjóðsfélaga að leiðarljósi. Það er algjörlega markmið fjármálaeftirlits Seðlabankans,“ sagði Ásgeir enn fremur aðspurður hvort ræða þyrfti nánar um þrýsting af hálfu atvinnurekenda eða verkalýðsleiðtoga um fjárfestinga sjóðanna.

Loks saði Ásgeir að Íslendingar hefðu verið vel undirbúnir fyrir þá kreppu sem nú ríkir en að bankinn búi yfir stórum gjaldeyrisforða sem beitt verði til að tryggja stöðugleika í gengismálum.

„Óvissan er svo mikil og fólk þarf að hafa áhyggjur af svo mörgu í framtíðinni að ég er að reyna að taka gjaldeyrismarkaðinn út fyrir sviga. Hann sé tiltölulega öruggur og stöðugur og fólk þurfi ekki að hafa áhyggjur af krónunni,“ sagði Ásgeir og bætti við að krónan væri í góðum höndum.