Kínverskur vörusendill situr að snæðingi á veitingastað í Peking, höfuðborg Kína.
Kínverskur vörusendill situr að snæðingi á veitingastað í Peking, höfuðborg Kína.
Kvikmyndin Ni Xing Ren Sheng, sem hefur fengið enska heitið Upstream, hefur slegið í gegn í Kína frá því hún kom út snemma í ágúst. Í myndinni skyggnist leikstjórinn Zu Xheng á bakvið tjöldin hjá vörusendlum og varpar ljósi á þær áskoranir sem starfsstéttin stendur frammi fyrir á degi hverjum.
Til marks um vinsældir myndarinnar hefur hún þénað um 48 milljónir dala, sem nemur um 6,6 milljörðum króna, frá því að hún var frumsýn fyrir rúmlega þremur vikum síðan.