Seðlabanki Bandírkíkjanna hefur ákveðið að lækka stýrivexti í fyrsta sinn í meira en fjögur ár. Peningastefnunefnd bankans ákvað að lækka vexti bankans um 0,5 prósentustig.
Stýrivextir seðlabankans höfðu verið óbreyttir í 5,25-5,50% í meira frá því í júlí 2023 og höfðu ekki verið hærri í meira en 23 ár. Meginvextir bankans verða nú á bilinu 4,75%-5,0%.
Seðlabanki Bandírkíkjanna hefur ákveðið að lækka stýrivexti í fyrsta sinn í meira en fjögur ár. Peningastefnunefnd bankans ákvað að lækka vexti bankans um 0,5 prósentustig.
Stýrivextir seðlabankans höfðu verið óbreyttir í 5,25-5,50% í meira frá því í júlí 2023 og höfðu ekki verið hærri í meira en 23 ár. Meginvextir bankans verða nú á bilinu 4,75%-5,0%.
Ellefu af tólf meðlimum peningastefnunefndarinnar greiddu atkvæði með því að lækka stýrivexti um 50 punkta en einn nefndarmaður vildi lækka vexti um 25 punkta.
Peningastefnunefndin segir í yfirlýsingu á vef bankans að hún sé orðin bjartsýnni á að ná verðbólgu niður í 2% verðbólgumarkmið sitt til á sjálfbæran hátt. Til samanburðar þá mældist verðbólga 2,5% í ágúst samanborið við 2,9% í júlí.
Þá telur nefndin áhættuna á milli þess að ná markmiðum bankans er varða atvinnuleysi og verðbólgu nokkurn veginn í jafnvægi.
Fastlega var gert ráð fyrir að seðlabankinn myndi lækka vexti eftir vaxtaákvörðunarfund peningastefnunefndarinnar í september en óvissa var uppi um hversu stórt skref bankinn myndi taka.
Í lok síðustu viku fóru fleiri markaðsaðilar að spá því að nefndin myndi lækka vexti um 50 punkta en skömmu í aðdraganda ákvörðunarinnar gaf verðlagning á skuldabréfamarkaði til kynna að talið var álíka líklegt að bankinn myndi lækka vexti um 25 punkta.