Kjararáð hefur ákveðið að hækka laun forseta Íslands, þingfarakaup alþingismanna og launakjör ráðherra.

Ákvörðun kjararáðs var sú að frá og með 1. nóvember skulu laun forseta Íslands vera 2.985.000 krónur á mánuði, og hækka því um 20%.

Einnig tók kjararáð þá ákvörðun að hækka þingfarakaup, eða laun þingmanna, upp í 1.101.194 krónur á mánuði og hækka þau um 45%.

Laun forsætisráðherra að meðtöldu þingfararkaupi skulu vera 2.021.825 krónur samkvæmt ákvörðun kjararáðs. Laun annarra ráðherra skulu vera 1.826.273 krónur og hækka um 35%.

Kjararáð miðar þingfarakaup við laun héraðsdómara. Kjararáð telur enn fremur að forseti Íslands eigi að hafa hæstu launin af þeim sem kjararáð ákvarðar laun.

Kjararáð hefur ákveðið að hækka laun forseta Íslands, þingfarakaup alþingismanna og launakjör ráðherra.

Ákvörðun kjararáðs var sú að frá og með 1. nóvember skulu laun forseta Íslands vera 2.985.000 krónur á mánuði, og hækka því um 20%.

Einnig tók kjararáð þá ákvörðun að hækka þingfarakaup, eða laun þingmanna, upp í 1.101.194 krónur á mánuði og hækka þau um 45%.

Laun forsætisráðherra að meðtöldu þingfararkaupi skulu vera 2.021.825 krónur samkvæmt ákvörðun kjararáðs. Laun annarra ráðherra skulu vera 1.826.273 krónur og hækka um 35%.

Kjararáð miðar þingfarakaup við laun héraðsdómara. Kjararáð telur enn fremur að forseti Íslands eigi að hafa hæstu launin af þeim sem kjararáð ákvarðar laun.