Leiga á í­búðar­hús­næði innan Bret­lands hefur aldrei hækkað jafn hratt og á þessu ári. Háir stýri­vextir hafa hægt veru­lega á fast­eigna­sölum í landinu og því sitja selj­endur uppi með eignir til lengri tíma.

Sam­kvæmt nýjum göngum frá leigu­miðlara­fyrir­tækinu Hamptons hefur leiga á ný­byggðum í­búðum hækkað um 12% það sem af er ári sem er það mesta síðan mælingar hófust.

Meðal­leiga á mánuði í ágúst var 1,304 pund sem sam­svarar ríf­lega 220 þúsund krónum sem er um 20 þúsund króna hækkun á innan við ári.

Aneisha Be­verid­ge, greiningar­aðili hjá Hamptons, segir ný met slegin í hverjum mánuði. Leiga hefur hækkað meira á síðustu 12 mánuðum en á fjögurra ára tíma­bili milli 2015 og 2019.

Að hennar mati eru hækkanirnar ó­sjálf­bærar til lengri tíma en staðan er því miður þannig að háir vextir á hús­næðis­lánum eru að þrýsta veru­lega á leigu­sala.

Leigu­salar sem hafa lent hvað verst í hækkandi vöxtum hafa brugðist við þeim með því að hækka leigu­verð. Be­verid­ge segir að leigu­salar séu að þessu til að forðast tap og halda sér floti fremur en að þeir séu að græða á leigj­endum.

Á sama tíma hafa háir vextir gert leigj­endum enn erfiðari fyrir að kaupa eigið fé en meðal­vextir á hús­næðis­lánum eru komnir yfir 6%.

Búast má við því að stýrivextir hækki enn frekar á fimmtudaginn þegar peningastefnunefnd Englandsbanka kemur saman.