Breskir líf­eyris­sjóðir greiða 1,5 milljarði punda meira í þóknun til sjóð­stjóra en þeir þurfa að gera sam­kvæmt nýrri greiningu C­learGlass en Financial Times greinir frá. Sam­svarar það um 264 milljörðum ís­lenskra króna á gengi dagsins.

Sam­kvæmt FT sýnir greiningin að sjóðs­fé­lagar eigi að krefjast þess að stjórnir líf­eyris­sjóða sinna endur­semji um kjör við eigna­stýringar­fyrir­tæki í Bret­landi.

Greiningar­fyrir­tækið C­learGlass segir að í sumum til­fellum séu gjöldin úr öllu valdi og eru dæmi um að líf­eyris­sjóðir séu að greiða 14 sinnum meira fyrir ná­kvæm­lega sömu þjónustu en annað fyrir­tæki myndi bjóða upp á.

Breskir líf­eyris­sjóðir greiða 1,5 milljarði punda meira í þóknun til sjóð­stjóra en þeir þurfa að gera sam­kvæmt nýrri greiningu C­learGlass en Financial Times greinir frá. Sam­svarar það um 264 milljörðum ís­lenskra króna á gengi dagsins.

Sam­kvæmt FT sýnir greiningin að sjóðs­fé­lagar eigi að krefjast þess að stjórnir líf­eyris­sjóða sinna endur­semji um kjör við eigna­stýringar­fyrir­tæki í Bret­landi.

Greiningar­fyrir­tækið C­learGlass segir að í sumum til­fellum séu gjöldin úr öllu valdi og eru dæmi um að líf­eyris­sjóðir séu að greiða 14 sinnum meira fyrir ná­kvæm­lega sömu þjónustu en annað fyrir­tæki myndi bjóða upp á.

„Það er verið að koma mjög illa fram við marga þarna,“ segir Chris Sier for­stjóri C­learGlass í sam­tali við FT.

Hann segir verð­bilið gríðar­legt og að fyrir­tækin séu að bjóða líf­eyris­sjóðum mjög mis­munandi verð.

„Niður­staðan er sú að sumir við­skipta­vinir eru hrein­lega að niður­greiða þjónustu fyrir aðra á betri kjörum.“

Meðal helstu niður­staðna greiningarinnar er sú að sumir líf­eyris­sjóðir greiddu allt sex sinnum meira fyrir sjóð sem fylgir ríkis­skulda­bréfa­vísi­tölu heldur en lægsta markaðs­verð fyrir sömu vöru.

Rann­sókn greiningar­fyrir­tækisins náði til 688 líf­eyris­sjóða sem eru saman­lagt með um 550 milljarða punda af eignum í stýringu, sem er um helmings markaðs­hlut­deild í Bret­landi.

Rann­sóknin skoðaði þóknanir til 629 sjóð­stjóra og fór yfir 38 þúsund fjár­festingar­á­ætlanir.

Fjár­festinga­ráð­gjafar sáu um að semja um kaup og kjör í flestum til­fellum fyrir sjóðina en þar sem mikið af gjöldunum voru ekki uppi á borðinu segir fyrir­tækið að margir sjóðir hafi endað að greiða mun meira ó­af­vitandi.