Lífeyrissjóðir sem eiga hluti í Högum hafa á síðustu vikum krafið forstjóra félagsins um svör vegna ákvörðunar félagsins að opna erlenda netverslun með áfengi.
Fyrr í þessum mánuði opnaði ný netverslun með áfengi á léninu veigar.eu en um er að ræða samstarf Hagar Wines og Hagkaups, þar sem fyrrnefnda félagið rekur netverslunina en Hagkaup annast tiltekna þjónustu, eins og tínslu af lager og afgreiðslu fyrir hönd Hagar Wines.
Samkvæmt frétt DV.is er um að ræða Almenna lífeyrissjóðinn, Brú og Lífsverk.
Lífeyrissjóðir sem eiga hluti í Högum hafa á síðustu vikum krafið forstjóra félagsins um svör vegna ákvörðunar félagsins að opna erlenda netverslun með áfengi.
Fyrr í þessum mánuði opnaði ný netverslun með áfengi á léninu veigar.eu en um er að ræða samstarf Hagar Wines og Hagkaups, þar sem fyrrnefnda félagið rekur netverslunina en Hagkaup annast tiltekna þjónustu, eins og tínslu af lager og afgreiðslu fyrir hönd Hagar Wines.
Samkvæmt frétt DV.is er um að ræða Almenna lífeyrissjóðinn, Brú og Lífsverk.
Greint var frá því fyrir helgi að stjórn Brúar lífeyrissjóðs, fjórða stærsta hluthafa Haga með 9,6% hlut, harmi ákvörðun Haga að hefja netsölu á áfangi. Stjórnin sagðist taka undir áskorun breiðfylkingar félaga heilbrigðisstétta til yfirvalda um að bregðast við lýðheilsuógn vegna netsölu áfengis.
Gunnar Baldvinsson, framkvæmdastjóri Almenna lífeyrissjóðsins sem á um 1% hlut í Högum, sendi Finni Oddssyni, forstjóra Haga, bréf á dögunum. Þar óskar hann upplýsingum um lögmæti netverslun Hagkaups með áfengi og hvort félagiðhafi lagt mat á því hvort starfsemin uppfylli markmið í sjálfbærnisstefnu Haga um að lýðheilsa sé höfð í fyrirrúmi í starfsemi fyrirtækisins.
Þá segir DV að Jón L. Árnason, framkvæmdastjóri Lífsverks sem á 0,68% í Högum, hafi einnig óskað eftir svörum frá Finni um hvort áfengissalan væri í samræmi við stefnu um samfélagslega ábyrgð.
Lífsverk segir að Finnur hafi fullvissað sjóðinn um að salan væri í takti við stefnu um samfélaglega ábyrgð og væri ekki á skjön við lýðheilsusjónarmið eða íslensk lög eða evrópskar reglur.
Í samtali við Viðskiptablaðið í síðustu viku sagði Finnur að eðlilegt væri að bregðast við augljósri samkeppni á dagvörumarkaði og að netverslun Haga Wines geri miklar kröfur til kaupenda til að gæta sjónarmiða um aðgengi og lýðheilsu.
Að hans mati er það enginn vendipunktur að Hagar Wines, með stuðningi Hagkaups, ákvað að taka þátt í samkeppni á þessum markaði heldur urðu vatnaskil í áfengissölu í fyrra.
Finnur benti á að samkeppnisaðili Hagkaups á Íslandi, Costco, væri þriðji stærsti smásali heims og velti um tífaldri þjóðarframleiðslu Íslands.
Costco er jafnframt einn allra stærsti söluaðili áfengis í Bandaríkjunum með tilheyrandi heildsölusamninga og því þýðir lítið fyrir íslenskan rekstur að sitja hjá og bíða þegar samkeppnin er af slíkri stærðargráðu.
Hann segist einnig fagna því að neytendur geri miklar kröfur til Haga og Hagkaups þegar kemur að samfélagslegri ábyrgð fyrirtækisins.
„Þetta sýnir að neytendur gera ríkar kröfur til okkar sem smásala og að við höfum samfélagslega mikilvægu hlutverki að gegna. Við erum sammála því að það sé full ástæða til þess að gera auknar kröfur til starfsemi eins og þessarar. Það er af þeim sökum sem við höfum sett strangar reglur og umgjörð um sölu og framsetningu áfengis, m.a. til að stuðla að ábyrgri kauphegðun og gæta að sjónarmiðum um lýðheilsu,“ segir Finnur og bætir við að það sé eingöngu hægt að kaupa áfengi í netverslun Hagar Wines eftir staðfestingu aldurs með rafrænum skilríkjum auk þess sem afgreiðslutími sé takmarkaður.
Áfengi verður jafnframt ekki til sýnis né í boði í hillum verslana Haga.