Á Man­hattan eyju er ein gata, hundrað ár og 160% launa­mis­munur sem skilur að fjár­festingar­bankann Gold­man Sachs og verð­bréfa­fyrir­tækið Jane Street.

Gold­man hefur ára­tugum saman ráðið lofum og lögum þegar kemur að verð­bréfa­við­skiptum í Banda­ríkjunum en nú er „litla“ verð­bréfa­fyrir­tækið að ná í skottið á þeim.

Sam­kvæmtFinancial Times eru meðal­laun starfs­manna Jane Street meira en 900 þúsund Banda­ríkja­dalir á ári, sem sam­svarar rúmum 121 milljón króna. Meðal­laun hjá starfs­manni Gold­man Sachs eru um 340 þúsund dalir á ári.

Á Man­hattan eyju er ein gata, hundrað ár og 160% launa­mis­munur sem skilur að fjár­festingar­bankann Gold­man Sachs og verð­bréfa­fyrir­tækið Jane Street.

Gold­man hefur ára­tugum saman ráðið lofum og lögum þegar kemur að verð­bréfa­við­skiptum í Banda­ríkjunum en nú er „litla“ verð­bréfa­fyrir­tækið að ná í skottið á þeim.

Sam­kvæmtFinancial Times eru meðal­laun starfs­manna Jane Street meira en 900 þúsund Banda­ríkja­dalir á ári, sem sam­svarar rúmum 121 milljón króna. Meðal­laun hjá starfs­manni Gold­man Sachs eru um 340 þúsund dalir á ári.

Jane Street var stofnað í kringum alda­mótin en sam­kvæmt FT ríkir tölu­verð leynd yfir verð­bréfa­við­skiptum fé­lagsins sem hefur nýtt sér, líkt og Cita­del Secu­rities, Susqu­ehanna International Group og XTX Markets, raf­ræna markaði til að knýja fram hagnað og markaðs­hlut­deild.

Sam­kvæmt FT hafa þessi fé­lög verið mun fljótari að að­lagast hinum staf­ræna veru­leika verð­bréfa­við­skipta en stóru fjár­festingar­bankarnir. Bankarnir hafa einnig verið að líða fyrir stærð sína en mun í­þyngjandi reglu­verk gildir um banka af á­kveðinni stærð en minni verð­bréfa­fyrir­tæki.

„Bankarnir van­mátu raf­ræna markaði og af­kasta­getu þessara fyrir­tækja,“ segir Rob Crea­mer, for­stjóri Gen­eva Tra­ding í Chi­cago.

„Bankarnir græddu fúlgur fjár með stórum verð­bréfa­við­skiptum gegnum símann en gleymdu að leggja á­herslu á minni jaðar­við­skipti sem raf­rænir markaðir bjóða upp.“

Sjálf­stæðu verð­bréfa­fyrir­tækin hafa verið stærstu leik­mennirnir á verð­bréfa­mörkuðum Banda­ríkjanna síðustu ár en fyrir­tækin nota al­grím til að tengja saman kaup­endur og selj­endur verð­bréfa og af­leiða á ó­trú­legum hraða.

Þessi fyrir­tæki hafa nú verið að hasla sér völl utan Banda­ríkjanna en vöxtur þeirra hefur verið gríðar­legur á síðustu árum.

Cita­del Secu­ri­tes veltir um 455 milljörðum banda­ríkja­dala dag­lega á markaði en um fjórðungur allra hluta­bréfa­við­skipta fara í gegnum fé­lagið.

Um 2% allra hluta­bréfa­við­skipta í meira en 20 löndum fara í gegnum Jane Street. Fyrir­tækið var með um 6,3 billjóna (e. trillion) dala veltu í kaup­hallar­sjóðum og val­rétta­samningum í fyrra.

Tekjur Jane Street á fyrri árs­helmingi námu 8,4 milljörðum dala á meðan tekjur Cita­del Secu­rities voru 5 milljarðar á sama tíma­bili. Mun það vera um 80% aukning hjá báðum fé­lögum milli ára.

Verð­bréfa­deild Gold­man Sachs stóð sig best af stóru fimm fjár­festingar­bönkunum en tekjur af verð­bréfa­við­skiptum jukust um 11% á milli ára hjá Gold­man.