Á Manhattan eyju er ein gata, hundrað ár og 160% launamismunur sem skilur að fjárfestingarbankann Goldman Sachs og verðbréfafyrirtækið Jane Street.
Goldman hefur áratugum saman ráðið lofum og lögum þegar kemur að verðbréfaviðskiptum í Bandaríkjunum en nú er „litla“ verðbréfafyrirtækið að ná í skottið á þeim.
SamkvæmtFinancial Times eru meðallaun starfsmanna Jane Street meira en 900 þúsund Bandaríkjadalir á ári, sem samsvarar rúmum 121 milljón króna. Meðallaun hjá starfsmanni Goldman Sachs eru um 340 þúsund dalir á ári.
Á Manhattan eyju er ein gata, hundrað ár og 160% launamismunur sem skilur að fjárfestingarbankann Goldman Sachs og verðbréfafyrirtækið Jane Street.
Goldman hefur áratugum saman ráðið lofum og lögum þegar kemur að verðbréfaviðskiptum í Bandaríkjunum en nú er „litla“ verðbréfafyrirtækið að ná í skottið á þeim.
SamkvæmtFinancial Times eru meðallaun starfsmanna Jane Street meira en 900 þúsund Bandaríkjadalir á ári, sem samsvarar rúmum 121 milljón króna. Meðallaun hjá starfsmanni Goldman Sachs eru um 340 þúsund dalir á ári.
Jane Street var stofnað í kringum aldamótin en samkvæmt FT ríkir töluverð leynd yfir verðbréfaviðskiptum félagsins sem hefur nýtt sér, líkt og Citadel Securities, Susquehanna International Group og XTX Markets, rafræna markaði til að knýja fram hagnað og markaðshlutdeild.
Samkvæmt FT hafa þessi félög verið mun fljótari að aðlagast hinum stafræna veruleika verðbréfaviðskipta en stóru fjárfestingarbankarnir. Bankarnir hafa einnig verið að líða fyrir stærð sína en mun íþyngjandi regluverk gildir um banka af ákveðinni stærð en minni verðbréfafyrirtæki.
„Bankarnir vanmátu rafræna markaði og afkastagetu þessara fyrirtækja,“ segir Rob Creamer, forstjóri Geneva Trading í Chicago.
„Bankarnir græddu fúlgur fjár með stórum verðbréfaviðskiptum gegnum símann en gleymdu að leggja áherslu á minni jaðarviðskipti sem rafrænir markaðir bjóða upp.“
Sjálfstæðu verðbréfafyrirtækin hafa verið stærstu leikmennirnir á verðbréfamörkuðum Bandaríkjanna síðustu ár en fyrirtækin nota algrím til að tengja saman kaupendur og seljendur verðbréfa og afleiða á ótrúlegum hraða.
Þessi fyrirtæki hafa nú verið að hasla sér völl utan Bandaríkjanna en vöxtur þeirra hefur verið gríðarlegur á síðustu árum.
Citadel Securites veltir um 455 milljörðum bandaríkjadala daglega á markaði en um fjórðungur allra hlutabréfaviðskipta fara í gegnum félagið.
Um 2% allra hlutabréfaviðskipta í meira en 20 löndum fara í gegnum Jane Street. Fyrirtækið var með um 6,3 billjóna (e. trillion) dala veltu í kauphallarsjóðum og valréttasamningum í fyrra.
Tekjur Jane Street á fyrri árshelmingi námu 8,4 milljörðum dala á meðan tekjur Citadel Securities voru 5 milljarðar á sama tímabili. Mun það vera um 80% aukning hjá báðum félögum milli ára.
Verðbréfadeild Goldman Sachs stóð sig best af stóru fimm fjárfestingarbönkunum en tekjur af verðbréfaviðskiptum jukust um 11% á milli ára hjá Goldman.