Tískuverslunin Ted Baker rekur 31 verslun í Bretlandi og Írlandi en þeim verður öllum lokað í þessari viku og munu hátt í 500 manns koma til með að missa vinnuna.

Fyrirtækið á bak við verslunina, No Ordinary Designer Label, var tekið yfir af bandaríska fyrirtækinu Authentic Brands Group í mars á þessu ári.

Tískuverslunin Ted Baker rekur 31 verslun í Bretlandi og Írlandi en þeim verður öllum lokað í þessari viku og munu hátt í 500 manns koma til með að missa vinnuna.

Fyrirtækið á bak við verslunina, No Ordinary Designer Label, var tekið yfir af bandaríska fyrirtækinu Authentic Brands Group í mars á þessu ári.

Verslunin tilkynnti í apríl á þessu ári að hún myndi loka 15 útibúum og fækka 245 stöðugildum en sérfræðingar hafa kallað þróun vörumerkisins „langvarandi bílslys“.

Ted Baker byrjaði sem herrafatamerki í Glasgow árið 1988 og opnuðust svo fleiri verslanir í Bretlandi og Bandaríkjunum. Verslunin hefur þó glímt við mikinn óstöðugleika undanfarin ár sem hófst árið 2019 þegar stofnandinn Ray Kelvin var sakaður um misferli.