Samkvæmt tölum Hagstofunnar var losun gróðurhúsalofts frá hagkerfi Íslands 3.219 kílótonn á fyrri helmingi árs 2023 sem er 7,1% aukning frá því í fyrra.

Á fyrsta ársfjórðungi var aukningin 15,1% frá fyrra ári en á öðrum árfjórðungi er losunin óbreytt á milli ára.

Í greiningu segir að aukningin hafi stafað af aukinni losun frá iðnaði og flugrekstri en frá iðnaði jókst losun um 95 kílótonn á fyrsta ársfjórðungi og frá flugrekstri jókst losunin um 105 kílótonn á fyrsta ársfjórðungi.

Losun frá rekstri heimilsbíla er heldur lægri það sem af er ári miðað við síðasta ár. Innflutningur eldsneytis bendir til þess að losun hafi verið heldur meiri fyrstu tvo mánuði ársins á meðan að kaup erlendra aðila var takmörkuð.

Skoðunartölur, vegatalningar og sala á eldsneytisstöðvum bendir til þessa að losun frá rekstri heimila sé um 8% lægri á fyrri helmingi ársins.

Fréttin hefur verið uppfærð:

Í upprunalegri tilkynningu frá Hagstofu Íslands kom fram að losun gróðurhúsalofts hafi verið 12% meiri en í fyrra. Þessi tala var síðar meir leiðrétt af hálfu Hagstofunnar og hefur fréttin verið uppfærð í samræmi við þá breytingu.