Tæknirisinn Meta hefur brugðið á það ráð að bjóða hinum ýmsu Hollywood stjörnum milljónir dala fyrir réttinn til að taka upp og nota rödd þeirra í gervigreindarverkefni.

Tæknirisinn Meta hefur brugðið á það ráð að bjóða hinum ýmsu Hollywood stjörnum milljónir dala fyrir réttinn til að taka upp og nota rödd þeirra í gervigreindarverkefni.

Bloomberg hefur það eftir heimildarmönnum að fyrirtækið horfi meðal annars til Judi Dench, Awkwafina og Keegan-Michael Key en óljóst er í hvers kyns verkefni rödd þeirra yrði notuð.

Hingað til hafa sambærilegar viðræður runnið út í sandinn þar sem forsvarsmenn leikara og Meta hafa ekki komist að sameiginlegum skilmálum fyrir notkunina. Þó virðist fyrirtækið hafa náð samkomulagi við verkalýðsfélag leikara, SAG-AFTRA.