Spenna sem lengi hefur kraumað undir yfirborðinu milli Donalds Trump forseta og Elons Musk braust fram í dagsljósið á fimmtudag, þegar þeir skiptust á háðsyrðum og móðgunum. Það bendir til að náið samband þeirra sé komið á endastöð
Trump tjáði sig í dag í fyrsta sinn opinberlega um árásir Musks á skattalagafrumvarp hans og sagðist vera vonsvikinn af fyrrverandi ráðgjafa sínum í Hvíta húsinu.
Musk, sem varði hundruðum milljóna dala í að styðja endurkjör Trumps, svaraði samstundis á samfélagsmiðlum og sakaði Trump um vanþakklæti. Hann hélt því jafnframt fram að Trump sæti ekki í Hvíta húsinu nema fyrir stuðning sinn.
Deilan gæti haft alvarlegar afleiðingar fyrir þá báða. Á fimmtudag lét Musk í ljós að hann íhugaði að stofna nýjan stjórnmálaflokk og hvatti Repúblikana til að styðja sig í þessum ágreiningi við Trump — á sama tíma og hlutabréf í Tesla féllu um allt að 14%. Trump svaraði með því að hóta því að fella niður ríkisstyrki og samninga við fyrirtæki Musks.
Átökin harðnðu enn frekar í kvöldþegar Musk greindi 220 milljón fylgjendum sínum á X (áður Twitter) frá því að Trump væri í Epstein-skjölunum.
„Tími til kominn að varpa virkilega stóru sprengjunni: @realDonaldTrump er í Epstein-skjölunum. Það er hin raunverulega ástæða þess að þau hafa ekki verið gerð opinber,“ skrifaði Musk.
Og bætti við: „Hafðu það gott, DJT!“
Musk vísaði þar til gagna úr alríkisrannsókn á meintri mansali og kynferðislegri misnotkun tengdri Jeffrey Epstein. Epstein, sem framdi sjálfsvíg árið 2019, hafði víðtæk tengsl við áhrifafólk í efri lögum samfélagsins í New York, þar á meðal Trump.
Í marga mánuði höfðu Trump og Musk átt í eins konar hagsmunasambandi. Hvíta húsið veitti milljarðamæringnum mikið svigrúm til að tjá sig opinberlega á meðan hann leiddi aðgerðir til að draga úr ríkisútgjöldum í gegnum „Ráðuneyti skilvirks ríkisrekstrar“. Þeir hrósuðu hvor öðrum opinberlega, þótt gremja hafi kraumað undir yfirborðinu.