Það var margt um manninn á Bryggjunni Brugghúsi í gærkvöld þegar hugbúnaðarfyrirtækið Crayon hélt sérstaka Bryggjuleika.

Sólveig Hrönn Sigurðardóttir, Gréta Lind Kristjánsdóttir og Nanna Pétursdóttir.
© Bent Marinósson (Bent Marinósson)

Crayon á Íslandi er hluti af Crayon Group sem er alþjóðlegt upplýsingatæknifyrirtæki með rúmlega 4000 starfsmenn, með 50 skrifstofur í 40 löndum. Fyrirtækið hóf starfsemi hérlendis árið 2014.

Gunnar Þór Stefánsson, Finnur Bjarni Kristjánsson og Hrannar Hallkelsson frá Arion banka.
© Bent Marinósson (Bent Marinósson)

„Leikarnir eru árlegur viðburður þar sem Crayon á Íslandi býður til sín helstu viðskiptavinum og samstarfsaðilum. Hugmyndin er að skapa vettvang á hverju hausti og tilefni til að hittast þegar hjólin í atvinnulífinu fara aftur að snúast eftir sumarfrí. Í gegnum árin hefur heiti viðburðarins borið keim af þeim stað þar sem þeir eru haldnir hverju sinni,“ segir Nanna Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Crayon.

Karólína Ösp Pálsdóttir og Þórhildur Fjóla Stefánsdóttir.
© Bent Marinósson (Bent Marinósson)

Að sögn Nönnu hefur fyrirtækið vaxið og dafnað með hverju ári en viðskiptavinir þess hérlendis eru meðal stærstu fyrirtækja og stofnana landsins. Crayon sérhæfir sig í þróun og ráðgjöf stafrænna lausna og segist nýta sér þekkingu og reynslu liðsmanna til að hámarka virði til viðskiptavina.

Eygló María Björnsdóttir og Sigurður Friðrik Pétursson.
© Bent Marinósson (Bent Marinósson)

Eyþór Ingi skemmti fólki af sinni alkunnu snilld með söng og eftirhermum og það var glaður hópur sem hélt heim á leið eftir góða skemmtun.

Lena Dögg Dagbjartsdóttir, Nanna Pétursdóttir, Ólafur Borgþórsson og Elfa Jónsdóttir.
© Bent Marinósson (Bent Marinósson)
Nanna Pétursdóttir og Hulda Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri dk hugbúnaðar.
© Bent Marinósson (Bent Marinósson)