Það ríkti mikil stemning í verslun Nova í gærkvöldi þegar Klúðurkvöld Startup SuperNova fór í gang. Klúðurkvöld er vel þekkt erlendis en byggir á alþjóðlegri fyrirmynd þar sem frumkvöðlar koma og deila mistökum sínum.

Nova teymið - Nova er bakhjarl SuperNova
© Þórey Ólafsdóttir (NOVA)

Startup SuperNova er samstarfsverkefni Klak - Icelandic Startups og Nova þar sem leitast er við að byggja upp viðskiptalausnir ætlaðar alþjóðamarkaði.

KLAK teymið sem sér um Klúðurkvöldið.
© Þórey Ólafsdóttir (NOVA)

Freyr Friðfinnsson, alþjóðafulltrúi og verkefnastjóri Klak opnaði viðburðinn fyrir framan yfir hundrað manns sem komu úr öllum hornum nýsköpunarumhverfisins, fjárfestar, sprotar og frumkvöðlar.

Sprotar sem tóku þátt í Gullegginu 2023 létu einnig sjá sig.
© Þórey Ólafsdóttir (NOVA)

Vel þekktir og framúrskarandi frumkvöðlar sögðu hnyttilega frá mistökum sínum við uppbyggingu sprotafyrirtæki síns. Þetta mun vera í annað sinn sem Klak og Nova halda viðburðinn.

Tobba Marínós, stofnandi og framkvæmdastjóri Granólabarsins & Náttúrulega Gott.
© Þórey Ólafsdóttir (NOVA)

Tobba Marinós, stofnandi og framkvæmdastjóri Granólabarsins & Náttúrulega Gott sagði einnig frá sínum mistökum og samskiptum í uppbyggingu og stofnun sprotafyrirtæki síns.

© Þórey Ólafsdóttir (NOVA)

Í tilkynningu segir að salurinn hafi fagnað vel þegar Guðjón Már Guðjónsson, stofnandi og framkvæmdastjóri OZ fór eftirminnilega yfir uppbyggingu fyrirtækisins.

Davíð Örn Símonarson hjá Smitten með teyminu sínu
© Þórey Ólafsdóttir (NOVA)

Stefanía Ólafsdóttir, meðstofnandi og framkvæmdastjóri Avo steig á svið og sagði gamansamlega frá því þegar hún hóf að byggja upp Avo en Davíð Örn Símonarson, meðstofnandi og framkvæmdastjóri Smitten tók við og fór á kostum að sögn gesta.