Það ríkti mikil stemning í verslun Nova í gærkvöldi þegar Klúðurkvöld Startup SuperNova fór í gang. Klúðurkvöld er vel þekkt erlendis en byggir á alþjóðlegri fyrirmynd þar sem frumkvöðlar koma og deila mistökum sínum.

Startup SuperNova er samstarfsverkefni Klak - Icelandic Startups og Nova þar sem leitast er við að byggja upp viðskiptalausnir ætlaðar alþjóðamarkaði.

Freyr Friðfinnsson, alþjóðafulltrúi og verkefnastjóri Klak opnaði viðburðinn fyrir framan yfir hundrað manns sem komu úr öllum hornum nýsköpunarumhverfisins, fjárfestar, sprotar og frumkvöðlar.

Vel þekktir og framúrskarandi frumkvöðlar sögðu hnyttilega frá mistökum sínum við uppbyggingu sprotafyrirtæki síns. Þetta mun vera í annað sinn sem Klak og Nova halda viðburðinn.

Tobba Marinós, stofnandi og framkvæmdastjóri Granólabarsins & Náttúrulega Gott sagði einnig frá sínum mistökum og samskiptum í uppbyggingu og stofnun sprotafyrirtæki síns.

Í tilkynningu segir að salurinn hafi fagnað vel þegar Guðjón Már Guðjónsson, stofnandi og framkvæmdastjóri OZ fór eftirminnilega yfir uppbyggingu fyrirtækisins.

Stefanía Ólafsdóttir, meðstofnandi og framkvæmdastjóri Avo steig á svið og sagði gamansamlega frá því þegar hún hóf að byggja upp Avo en Davíð Örn Símonarson, meðstofnandi og framkvæmdastjóri Smitten tók við og fór á kostum að sögn gesta.