Humble hélt á dögunum sjálfbærnimót gegn matarsóun en tilgangurinn með því var að koma saman aðilum úr matvælageiranum með fólki sem er að vinna í lausnum gegn matarsóun.
Á viðburðinum fluttu nýsköpunarfyrirtæki í sjálfbærnigeiranum erindi og gáfu innsýn inn í það sem þau eru að takast á við með lausnum sínum, að því er kemur fram í tilkynningu frá félaginu.
Halla Tómasdóttir setti sjálfbærnimótið og þá sagði Guðmundur Fertram frá ótrúlegri sögu Kerecis og þeim miklu verðmætum sem hefur tekist að skapa úr hráefni sem annars hefði verið sóað.
Humble hélt á dögunum sjálfbærnimót gegn matarsóun en tilgangurinn með því var að koma saman aðilum úr matvælageiranum með fólki sem er að vinna í lausnum gegn matarsóun.
Á viðburðinum fluttu nýsköpunarfyrirtæki í sjálfbærnigeiranum erindi og gáfu innsýn inn í það sem þau eru að takast á við með lausnum sínum, að því er kemur fram í tilkynningu frá félaginu.
Halla Tómasdóttir setti sjálfbærnimótið og þá sagði Guðmundur Fertram frá ótrúlegri sögu Kerecis og þeim miklu verðmætum sem hefur tekist að skapa úr hráefni sem annars hefði verið sóað.
Markaðstorg Humble
Viðburðurinn markaði einnig tímamót fyrir Humble, þar sem fyrirtækið kynnti formlega opnun á nýju markaðstorgi. Markaðstorgið er hannað til að koma vörum sem eru á síðasta snúningi frá heildsölum til kaupenda sem vilja nýta sér tækifæriskaup á miklum afslætti. Með þessu er stuðlað að minni matarsóun og aðgangi að hagstæðari vörum fyrir neytendur.
Humble hefur verið í fararbroddi í því að þróa lausnir fyrir fyrirtæki til að minnka matarsóun. Hingað til hefur Humble gefið út smáforrit þar sem hinn almenni neytandi getur keypt vörur á síðasta snúning á afslætti.
Meistarakokkarnir Hinrik Carl og Bjarki Þór matreiddu rétti úr hráefnum sem finna má á nýju markaðstorgi Humble. Verkefnin sem fluttu erindi heita Marea, Frískáparnir, Greenbytes og Fæðuklasinn.
Frískáparnir eru staðsettir vítt og dreift um höfuðborgarsvæðið og úti á landi. Hver sem er getur komið með mat í frískápinn og hver sem er getur tekið mat úr frískápnum og með þeim hætti minnkað matarsóun.
Íslenski Fæðuklasinn er hvetjandi vettvangur samstarfs fyrirtækja, frumkvöðla og stofnana með verðmætaskapandi verkefni í fyrirrúmi. Með samstarfinu er m.a. stefnt að styrkingu byggða.
Marea hefur skapað nýja leið til þess að koma í veg fyrir matarsóun. Með því að endurnýta notaðan þörungamassa til þess að búa til ætilegt duft sem einungis þarf að blanda við vatn má úða á ávexti og grænmeti til þess að koma í veg fyrir oxun og lengja geymsluþol til muna.
Greenbytes hefur þróað lausn sem gerir matvörusölum kleift að verða skilvirkari, arðbærari og geta þannig þjónað fleiri viðskiptavinum.