Fjarðarkaup hagnaðist um 7 milljónir króna í fyrra en árið áður nam hagnaður 1 milljón.

Rekstrartekjur matvöruverslunarinnar námu 3,7 milljörðum og jukust um 116 milljónir á milli ára.

Í skýrslu stjórnar í ársreikningi kemur fram að miklar verðhækkanir á hráefnum hafi haft áhrif á vöruverð sem hafi svo leitt til þess að afkoma hefðbundins reksturs var verri en áður.

Sveinn og Gísli Sigurbergssynir eru framkvæmdastjórar Fjarðarkaupa.

Lykiltölur / Fjarðarkaup

2023 2022
Tekjur 3.746  3.630
Eignir 891  823
Eigið fé 223 216
Afkoma 1
- í milljónum króna

Fréttin birtist fyrst í Viðskiptablaðinu.