Ursus ehf., fjárfestingarfélag Heiðars Guðjónssonar, hagnaðist um 967 milljónir króna í fyrra, samanborið við 466 milljóna hagnað árið áður. Gangvirðisbreyting eignarhluta upp á 954 milljónir stóð að mestu undir hagnaði síðasta árs.

Meðal eigna Ursus eru 4,4% hlutur í HSV eignarhaldsfélagi en umrætt félag á 49,8% hlut í HS Veitum og 2,92% hlutur í Innviðir fjárfestingar sem er innviðsjóður í rekstri Summu rekstrarfélags. Stærstu eignir sjóðsins eru í HS Veitum og Verðbréfamiðstöð Íslands.

Ursus á einnig 15,6% hlut í P190 hf., móðurfélagi Ásbrúar ehf. sem var stofnað árið 2016 utan um kaup á gömlum varnarliðsíbúðum við Ásbrú af Kadeco sem er í eigu íslenska ríkisins.

Þá á Ursus 23,75% hlut í sjóðastýringarfélaginu Aldir sem stofnað var í ársbyrjun 2023. Sjóður á vegum félagsins festi nýverið kaup á 70% hlut í rafverktakafélaginu Rafholti. Auk þess á Ursus tæplega 1% hlut í málmleitarfyrirtækinu Amaroq Minerals.

Fréttin birtist fyrst í Viðskiptablaðinu.