Það er óþarfi að taka fram að óvissa ríkir í alþjóðahagkerfinu vegna tollastefnu Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Sérfræðinga og álitsgjafar, bæði hérlendis og erlendis, stíga fram daglega og benda á þau augljósu sannindi.
Hins vegar virðast fáir kafa djúpt í undirliggjandi ástæður og spyrja hvað annað kunni að hanga á spýtunni. Eins og staðan er nú hefur álagningu svonefndra ofurtolla Trump verið frestað um þriggja mánaða skeið, að Kína undanskildu. Bjartsýnustu stuðningsmenn forsetans telja mögulegt að ná samkomulagi við tugi ríkja á þessum stutta tíma – sem virðist ólíklegt við fyrstu sýn. Saga milliríkjaviðræðna í tollamálum kennir að slíkt ferli er bæði flókið og tímafrekt og tekur yfirleitt mörg ár.
Til að lesa meira
Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.
Verð frá 5.995 kr. á mánuði