Yfirlýsing aðila úr atvinnulífi á Akureyri hefur borist þar sem nokkur af stærstu fyrirtækjum Norðurlands mótmæla sameiningu MA og VMA. Meðal þeirra eru Samherji, Kjarnafæði, Slippurinn og Veitingahúsið Greifinn.

Í tilkynningu segir að Menntaskólinn á Akureyri og Verkamenntaskólinn á Akureyri njóti báðir viðurkenningar og virðingar nemenda og bæjarbúa. Þeir svari um margt ólíkum en mikilvægum kröfum nemenda, samfélags og atvinnulífs á Akureyri og segjast ekki skilja áform mennta- og barnamálaráðherra um að rjúfa þá sátt með sameiningu skólanna.

„Telji ráðherrann að samlegðaráhrif fjárhagsleg og fagleg myndu nást með sameiningunni hefði verið eðlilegra að byrja á að láta reyna á þá samlegð með auknu samstarfi skólanna og með skýrum markmiðum sem tækju mið af þeim áskorunum framtíðar sem ráðherra telur sig greina,“ segir jafnframt í tilkynningu.

Þau fyrirtæki sem mótmæla þessum áformum og óska eftir fundi með ráðherra eru eftirfarandi:

Ak-inn

Bautinn Akureyri

Ferro Zink

Finnur verktaki og vélaleiga

Húsheild/Hyrna

Höldur - Bílaleiga Akureyrar

Íslensk Verðbréf

Kaldbakur

Kjarnafæði Norðlenska

Kælismiðjan Frost

Leirunesti

Malbikun Norðurlands

N Hansen

Norlandair

Rafeyri

Raftákn

Rub23

Samherji

Sigurgeir Svavarsson verktaki

Skógarböðin

Slippurinn Akureyri

SS Byggir

T-Plús

Vélfag

Veitingahúsið Greifinn