Disney hefur breytt afstöðu sinni í máli sem tengist lögsókn á hendur fyrirtækisins frá manni að nafni Jeffrey Piccolo sem missti konu sína á veitingastað af völdum ofnæmiskasts á síðasta ári.

Þá hafði Disney haldið því fram að maðurinn gæti ekki kært fyrirtækið vegna þess að hann samþykkti notendaskilmála á streymisþjónustunni Disney+ þegar hann skráði sig í prufuáskrift árið 2019.

Disney hefur breytt afstöðu sinni í máli sem tengist lögsókn á hendur fyrirtækisins frá manni að nafni Jeffrey Piccolo sem missti konu sína á veitingastað af völdum ofnæmiskasts á síðasta ári.

Þá hafði Disney haldið því fram að maðurinn gæti ekki kært fyrirtækið vegna þess að hann samþykkti notendaskilmála á streymisþjónustunni Disney+ þegar hann skráði sig í prufuáskrift árið 2019.

Mikil reiði braust út á samfélagsmiðlum eftir að málið var opinberað og verður nú málið tekið fyrir í dómsal.

Jeffrey og kona hans, Dr. Kanokporn Tangsuan, voru að borða á veitingastaðnum Raglan Road í Disney Springs-garðinum í Orlando þegar atvikið átti sér stað. Hann segir að staðurinn hafi ekki gætt nægilega vel að ofnæmi eiginkonu sinnar fyrir hnetum og mjólkurvörum og lést hún á sjúkrahúsi daginn eftir.

Lögfræðingar Piccolo hafa sagt að rök Disney jaðri að hinu súrrealíska og að fyrirtækið hafi reynt að misnota víðtæka skilmála innan samningalaga.

„Rök Disney um að það að samþykkja skilmála þeirra og skilyrði fyrir eina vöru nái yfir öll samskipti við fyrirtækið eru ný og frekar langsótt,“ segir Ernest Aduwa, lögfræðingur hjá Stokoe Partnership Solicitors.