Íslenska lækningatækjafyrirtækið Nox Medical og systurfélag þess, bandaríska fyrirtækið FusionHealth, hafa sameinast undir nafninu Nox Health. Með sameiningunni verður til eitt stærsta fyrirtæki heims í svefnheilsugeiranum en velta þess á þessu rekstrarári er rúmir 4 milljarðar króna. Hjá félaginu starfa um 200 starfsmenn, þar af rúmlega 50 á Íslandi. Greint er frá þessu í fréttatilkynningu.
Sameining skapi tækifæri
„Vöxtur Nox Medical hefur verið jafn og stígandi frá því að fyrirtækið var stofnað. Við höfum náð að byggja starfsemi Nox á örum innri vexti en jafnframt viðhaldið góðri arðsemi. Með sameiningunni leggjum við grunninn að enn frekari vexti félagsins. Hluti af því verkefni felst í að taka yfir sölustarfsemi okkar vestanhafs, sem hingað til hefur verið í höndum dreifingaraðila. Nú byggjum við upp eigin sölustarfssemi og sölunet sem nær um öll Bandaríkin," er haft eftir Pétri Má Halldórssyni, framkvæmdastjóra Nox Medical í fréttatilkynningunni.
„Sameiningin við FusionHealth, sem nú er orðið systurfélag Nox Medical, gerir okkur kleift að auka vöruframboð okkar og bjóða nú uppá þjónustulausnir í svefnheilsugeiranum. Þannig náum við til fleiri viðskiptavina, getum boðið upp á fleiri vörur og þar með aukið getu okkar til að þjóna betur þörfum markaðarins fyrir tæknilausnir sem gera heilbrigðiskerfum og einstaklingum betur kleift að takast á við það risavaxna vandamál sem ófullnægjandi svefn er orðið," bætir Pétur við.
Rekstrarumhverfið þurfi áfram að vera hagfellt tæknifyrirtækjum
Sameinað fyrirtæki er með starfsstöðvar á Íslandi, í Atlanta og Boulder í Colarado í Bandaríkjunum. „Nox Medical er íslenskt fyrirtæki sem byggir á íslensku hugviti og mannauði sem liggur í fólkinu sem hér starfar. Á síðustu árum hefur starfsmönnum hér á Íslandi fjölgað úr 7 í rúmlega 50 og við höfum náð að byggja upp framúrskarandi liðsheild sem á sér enga hliðstæðu í okkar geira. Starfsemi okkar byggir á þeim mannauði sem hér hefur myndast og við munum halda áfram að bæta við þann mikla auð. Þekkingarfyrirtæki eins og Nox, Marel og Össur gegna stóru hlutverki í íslensku samfélagi enda eru rannsóknir og þróun veigamikill þáttur í starfi þessara fyrirtækja sem mikilvægt er að hlúa að," segir Pétur Már.
„Umhverfið á Íslandi þarf áfram að vera hagfellt fyrir fyrirtæki eins og okkar. Allt frá stofnun hefur Nox notið þess nýsköpunarumhverfis sem ríkir hér. Það er gríðarlega mikilvægt að halda áfram að hlúa að nýsköpun, sérstaklega með endurgreiðslu til rannsóknar og þróunar, sem eykur samkeppnishæfni okkar á alþjóðlegum vettvangi. Á undanförunum árum hefur margt breyst til batnaðar í rekstrarumhverfi fyrirtækja sem byggja starfsemi sína hugviti og þekkingu, en við þurfum stöðugt að vera á varðbergi fyrir því að íslenskt rekstrarumhverfi sé fyrsta flokks," segir Pétur.
Enn sterkari saman
Sigurjón Kristjánsson er framkvæmdastjóri FusionHealth og einn stofnenda fyrirtækisins. Líkt og Viðskiptablaðið hefur greint frá er markmið fyrirtækisins að draga úr kostnaði fyrirtækja í Bandaríkjunum vegna lélegrar svefnheilsu starfsmanna. „Með sameiningunni verður til eitt stærsta fyrirtæki í svefnheilsugeiranum með starfsemi út um allan heim. Fyrirtækin hafa unnið náið saman síðustu ár en með sameiningunni opnast á gríðarleg tækifæri til framtíðar litið," segir Sigurjón, en hann verður forstjóri Nox Health.
Samhliða sameiningu félaganna mun Nox Medical í fyrsta sinn í sögu fyrirtækisins sækja nýtt hlutafé inn í reksturinn og breytingar verða á hluthafahópi. Félagið er engu að síður enn að meirihluta eigu stofnenda og stjórnenda Nox og Fusion. „Nox Medical hefur aldrei tekið lán til rekstrarins og hlutafé þess hefur ekki verið aukið svo að segja frá stofnun þess. Þó að það sé í raun ekki nauðsynlegt á þessum tímapunkti telja stjórnendur sameinaðs félags mikinn styrk felast í því að leggja af stað í næsta vaxtarferli með sterka sterkan efnahag. Það gerir hið sameinaða fyrirtæki betur í stakk í búið til að takast á við þau tækifæri sem framundan eru. Nú stefnir í að velta sameinaðs félags á yfirstandandi rekstrarári verði rúmir 4 milljarðar króna og félagið er algerlega skuldlaust. Í því felst bæði frelsi og mikill styrkur," segir Pétur Már.
Fagfjárfestar koma inn í hluthafahópinn
„Framtakssjóður í rekstri Alfa Framtaks ehf. kemur að þessari hlutafjáraukningu og eignast tæplega 13% hlut í Nox Health. Sjóðurinn fjárfestir í hlutafé fyrirtækja og beitir sér markvisst fyrir virðisaukningu. Framtakssjóður Alfa Framtaks fjárfestir í fyrirtækjum sem búa yfir góðu og sannreyndu viðskiptamódeli og hafa stjórnendur með árangursmiðað hugarfar. Hluthafahópur sjóðsins samanstendur af öflugum stofnanafjárfestum og fjársterkum einstaklingum sem hafa víðtæka reynslu úr íslensku atvinnulífi," segir í tilkynningunni.
„Nox Health er íslenskt þekkingarfyrirtæki með sterk hugverkarréttindi og metnaðarfullt stjórnendateymi. Vitundarvakning er að eiga sér stað í heiminum um mikilvægi svefns á heilsu og líðan hvers einstaklings. Nox Health er í góðri stöðu til þess að nýta sér það tækifæri með að selja vörur og þjónustu sem bæta líf fólks. Við hjá Alfa Framtaki hlökkum til að styðja stjórnendur í að byggja upp félagið á komandi árum," segir Gunnar Páll Tryggvason framkvæmdastjóri Alfa Framtaks.
"Það er okkur sannarlega mikils virði að fá á þessum tímamótum fagfjárfesti með okkur í þessa vegferð. Alfa hefur á að skipa einvala hópi sérfræðinga sem geta lagt félaginu til þekkingu og mikla reynslu sem mun nýtast okkur vel á þeirri vegferð sem framundan er," segir Sigurjón Kristjánsson.
Kvika Securities, dótturfélag Kviku banka í Bretlandi, kom að fjármögnun og skipulagningu verkefnisins fyrir hönd Nox og Fusion. "Verkefnið var að mörgu leiti snúið enda þarf að huga að mörgu þegar fyrirtæki í tveimur löndum sameinast," segir Gunnar Sigurðsson, framkvæmdastjóri Kviku Securities, sem leiddi verkefnið. Kvika Securities starfar undir eftirliti breska fjármálaeftirlitsins og hefur starfsleyfi til reksturs sérhæfðra sjóða og fyrirtækjaráðgjafar. "Við erum stolt af því að hafa tekið þátt í þessu verkefni þar sem tvö fyrirtæki sem byggja að stærstu leiti á íslensku hugviti hafa tekið mikilvægt skref sem tryggir þeim sæti í fremstu röð á sínu sviði alþjóðlega," bætir Gunnar við.
"Það hefur stórkostlegt að vinna með Gunnari og hans fólki hjá Kviku Securities í þessu verkefni. Reynslan og þekkingin sem þar er að finna gerði okkur kleift að vinna okkur í gegnum tiltölulega flókið ferli við að sameinan þessar rekstrareiningar í eitt fyrirtæki, kynna fjárfestum vaxtarsögu Nox Health og hjálpa okkur að velja réttu fagfjárfestana að verkefninu með okkur,"segir Pétur Már.
Íslenskar rætur
Nox Medical og FusionHealth eiga bæði rætur sínar að rekja til svefnrannsóknarfyrirtækisins Flögu og ekki síst til Helga Kristbjarnarsonar sem var frumkvöðull í svefnrannsóknum á heimsvísu. „Þáttur Helga í svefnrannsóknum verður seint metinn til fulls. Helgi var lærimeistari margra þeirra sem starfa nú innan geirans og Íslendingar og jafnvel heimurinn allur getur seint þakkað fyrir framlag hans til svefnrannsókna," segir Sigurjón Kristjánsson.
„Samfélagslegur kostnaður af skertum svefni er gríðarlegur og er áætlað að hann sé árlega um 411 milljarðar dollara í Bandaríkjunum. Sé þessi kostnaður heimfærður má áætla að á Íslandi sé hann um 55 milljarðar króna árlega eða sem samsvarar kostnaðinum við að byggja nýtt Háskólasjúkrahús," segir í tilkynningunni.
„Vesturlandabúar eru nú að verða meðvitaðir um hversu mikilvægur svefn er. Svefninn er í raun grundvöllur og ítvíræð undirstaða lífs," segir Sigurjón.
Íslenska lækningatækjafyrirtækið Nox Medical og systurfélag þess, bandaríska fyrirtækið FusionHealth, hafa sameinast undir nafninu Nox Health. Með sameiningunni verður til eitt stærsta fyrirtæki heims í svefnheilsugeiranum en velta þess á þessu rekstrarári er rúmir 4 milljarðar króna. Hjá félaginu starfa um 200 starfsmenn, þar af rúmlega 50 á Íslandi. Greint er frá þessu í fréttatilkynningu.
Sameining skapi tækifæri
„Vöxtur Nox Medical hefur verið jafn og stígandi frá því að fyrirtækið var stofnað. Við höfum náð að byggja starfsemi Nox á örum innri vexti en jafnframt viðhaldið góðri arðsemi. Með sameiningunni leggjum við grunninn að enn frekari vexti félagsins. Hluti af því verkefni felst í að taka yfir sölustarfsemi okkar vestanhafs, sem hingað til hefur verið í höndum dreifingaraðila. Nú byggjum við upp eigin sölustarfssemi og sölunet sem nær um öll Bandaríkin," er haft eftir Pétri Má Halldórssyni, framkvæmdastjóra Nox Medical í fréttatilkynningunni.
„Sameiningin við FusionHealth, sem nú er orðið systurfélag Nox Medical, gerir okkur kleift að auka vöruframboð okkar og bjóða nú uppá þjónustulausnir í svefnheilsugeiranum. Þannig náum við til fleiri viðskiptavina, getum boðið upp á fleiri vörur og þar með aukið getu okkar til að þjóna betur þörfum markaðarins fyrir tæknilausnir sem gera heilbrigðiskerfum og einstaklingum betur kleift að takast á við það risavaxna vandamál sem ófullnægjandi svefn er orðið," bætir Pétur við.
Rekstrarumhverfið þurfi áfram að vera hagfellt tæknifyrirtækjum
Sameinað fyrirtæki er með starfsstöðvar á Íslandi, í Atlanta og Boulder í Colarado í Bandaríkjunum. „Nox Medical er íslenskt fyrirtæki sem byggir á íslensku hugviti og mannauði sem liggur í fólkinu sem hér starfar. Á síðustu árum hefur starfsmönnum hér á Íslandi fjölgað úr 7 í rúmlega 50 og við höfum náð að byggja upp framúrskarandi liðsheild sem á sér enga hliðstæðu í okkar geira. Starfsemi okkar byggir á þeim mannauði sem hér hefur myndast og við munum halda áfram að bæta við þann mikla auð. Þekkingarfyrirtæki eins og Nox, Marel og Össur gegna stóru hlutverki í íslensku samfélagi enda eru rannsóknir og þróun veigamikill þáttur í starfi þessara fyrirtækja sem mikilvægt er að hlúa að," segir Pétur Már.
„Umhverfið á Íslandi þarf áfram að vera hagfellt fyrir fyrirtæki eins og okkar. Allt frá stofnun hefur Nox notið þess nýsköpunarumhverfis sem ríkir hér. Það er gríðarlega mikilvægt að halda áfram að hlúa að nýsköpun, sérstaklega með endurgreiðslu til rannsóknar og þróunar, sem eykur samkeppnishæfni okkar á alþjóðlegum vettvangi. Á undanförunum árum hefur margt breyst til batnaðar í rekstrarumhverfi fyrirtækja sem byggja starfsemi sína hugviti og þekkingu, en við þurfum stöðugt að vera á varðbergi fyrir því að íslenskt rekstrarumhverfi sé fyrsta flokks," segir Pétur.
Enn sterkari saman
Sigurjón Kristjánsson er framkvæmdastjóri FusionHealth og einn stofnenda fyrirtækisins. Líkt og Viðskiptablaðið hefur greint frá er markmið fyrirtækisins að draga úr kostnaði fyrirtækja í Bandaríkjunum vegna lélegrar svefnheilsu starfsmanna. „Með sameiningunni verður til eitt stærsta fyrirtæki í svefnheilsugeiranum með starfsemi út um allan heim. Fyrirtækin hafa unnið náið saman síðustu ár en með sameiningunni opnast á gríðarleg tækifæri til framtíðar litið," segir Sigurjón, en hann verður forstjóri Nox Health.
Samhliða sameiningu félaganna mun Nox Medical í fyrsta sinn í sögu fyrirtækisins sækja nýtt hlutafé inn í reksturinn og breytingar verða á hluthafahópi. Félagið er engu að síður enn að meirihluta eigu stofnenda og stjórnenda Nox og Fusion. „Nox Medical hefur aldrei tekið lán til rekstrarins og hlutafé þess hefur ekki verið aukið svo að segja frá stofnun þess. Þó að það sé í raun ekki nauðsynlegt á þessum tímapunkti telja stjórnendur sameinaðs félags mikinn styrk felast í því að leggja af stað í næsta vaxtarferli með sterka sterkan efnahag. Það gerir hið sameinaða fyrirtæki betur í stakk í búið til að takast á við þau tækifæri sem framundan eru. Nú stefnir í að velta sameinaðs félags á yfirstandandi rekstrarári verði rúmir 4 milljarðar króna og félagið er algerlega skuldlaust. Í því felst bæði frelsi og mikill styrkur," segir Pétur Már.
Fagfjárfestar koma inn í hluthafahópinn
„Framtakssjóður í rekstri Alfa Framtaks ehf. kemur að þessari hlutafjáraukningu og eignast tæplega 13% hlut í Nox Health. Sjóðurinn fjárfestir í hlutafé fyrirtækja og beitir sér markvisst fyrir virðisaukningu. Framtakssjóður Alfa Framtaks fjárfestir í fyrirtækjum sem búa yfir góðu og sannreyndu viðskiptamódeli og hafa stjórnendur með árangursmiðað hugarfar. Hluthafahópur sjóðsins samanstendur af öflugum stofnanafjárfestum og fjársterkum einstaklingum sem hafa víðtæka reynslu úr íslensku atvinnulífi," segir í tilkynningunni.
„Nox Health er íslenskt þekkingarfyrirtæki með sterk hugverkarréttindi og metnaðarfullt stjórnendateymi. Vitundarvakning er að eiga sér stað í heiminum um mikilvægi svefns á heilsu og líðan hvers einstaklings. Nox Health er í góðri stöðu til þess að nýta sér það tækifæri með að selja vörur og þjónustu sem bæta líf fólks. Við hjá Alfa Framtaki hlökkum til að styðja stjórnendur í að byggja upp félagið á komandi árum," segir Gunnar Páll Tryggvason framkvæmdastjóri Alfa Framtaks.
"Það er okkur sannarlega mikils virði að fá á þessum tímamótum fagfjárfesti með okkur í þessa vegferð. Alfa hefur á að skipa einvala hópi sérfræðinga sem geta lagt félaginu til þekkingu og mikla reynslu sem mun nýtast okkur vel á þeirri vegferð sem framundan er," segir Sigurjón Kristjánsson.
Kvika Securities, dótturfélag Kviku banka í Bretlandi, kom að fjármögnun og skipulagningu verkefnisins fyrir hönd Nox og Fusion. "Verkefnið var að mörgu leiti snúið enda þarf að huga að mörgu þegar fyrirtæki í tveimur löndum sameinast," segir Gunnar Sigurðsson, framkvæmdastjóri Kviku Securities, sem leiddi verkefnið. Kvika Securities starfar undir eftirliti breska fjármálaeftirlitsins og hefur starfsleyfi til reksturs sérhæfðra sjóða og fyrirtækjaráðgjafar. "Við erum stolt af því að hafa tekið þátt í þessu verkefni þar sem tvö fyrirtæki sem byggja að stærstu leiti á íslensku hugviti hafa tekið mikilvægt skref sem tryggir þeim sæti í fremstu röð á sínu sviði alþjóðlega," bætir Gunnar við.
"Það hefur stórkostlegt að vinna með Gunnari og hans fólki hjá Kviku Securities í þessu verkefni. Reynslan og þekkingin sem þar er að finna gerði okkur kleift að vinna okkur í gegnum tiltölulega flókið ferli við að sameinan þessar rekstrareiningar í eitt fyrirtæki, kynna fjárfestum vaxtarsögu Nox Health og hjálpa okkur að velja réttu fagfjárfestana að verkefninu með okkur,"segir Pétur Már.
Íslenskar rætur
Nox Medical og FusionHealth eiga bæði rætur sínar að rekja til svefnrannsóknarfyrirtækisins Flögu og ekki síst til Helga Kristbjarnarsonar sem var frumkvöðull í svefnrannsóknum á heimsvísu. „Þáttur Helga í svefnrannsóknum verður seint metinn til fulls. Helgi var lærimeistari margra þeirra sem starfa nú innan geirans og Íslendingar og jafnvel heimurinn allur getur seint þakkað fyrir framlag hans til svefnrannsókna," segir Sigurjón Kristjánsson.
„Samfélagslegur kostnaður af skertum svefni er gríðarlegur og er áætlað að hann sé árlega um 411 milljarðar dollara í Bandaríkjunum. Sé þessi kostnaður heimfærður má áætla að á Íslandi sé hann um 55 milljarðar króna árlega eða sem samsvarar kostnaðinum við að byggja nýtt Háskólasjúkrahús," segir í tilkynningunni.
„Vesturlandabúar eru nú að verða meðvitaðir um hversu mikilvægur svefn er. Svefninn er í raun grundvöllur og ítvíræð undirstaða lífs," segir Sigurjón.