Elon Musk, forstjóri Tesla, segir að nýjar verksmiðjur rafbílaframleiðandans í Þýskalandi og Bandaríkjunum séu að „tapa milljörðum dala“ vega skorts á rafhlöðum og rofs á aðfangakeðjum í Kína. Auðkýfingurinn kallaði verksmiðjurnar „risa peningabræðslur“. BBC greinir frá.

Musk segir að það hafi gengið erfiðlega að auka framleiðslugetuna í nýju verksmiðjum Tesla í Berlín og Austin, sem er höfuðborg Texas-fylkis, sem opnuðu báðar í vor. Þær séu gríðarlega kostnaðarsamar en skila samt takmarkaðri framleiðslu.

Hann segir að lítil afköst í framleiðslunni í Austin skýrist að hluta til af því að aðföng fyrir batterí í rafbílana séu föst á kínverskri höfn og enginn sé á staðnum til að flytja þau. Samkomutakmarkanir í Kína hafa leitt til verulegrar röskunar á aðfangakeðjum.

„Bæði Berlín og Austin verksmiðjurnar eru risa peningabræðslur núna. Þetta er í raun eins og risastórt öskurhljóð af peningum að brenna,“ sagði Musk í viðtali sem tekið var upp fyrir mánuði síðan.

Elon Musk, forstjóri Tesla, segir að nýjar verksmiðjur rafbílaframleiðandans í Þýskalandi og Bandaríkjunum séu að „tapa milljörðum dala“ vega skorts á rafhlöðum og rofs á aðfangakeðjum í Kína. Auðkýfingurinn kallaði verksmiðjurnar „risa peningabræðslur“. BBC greinir frá.

Musk segir að það hafi gengið erfiðlega að auka framleiðslugetuna í nýju verksmiðjum Tesla í Berlín og Austin, sem er höfuðborg Texas-fylkis, sem opnuðu báðar í vor. Þær séu gríðarlega kostnaðarsamar en skila samt takmarkaðri framleiðslu.

Hann segir að lítil afköst í framleiðslunni í Austin skýrist að hluta til af því að aðföng fyrir batterí í rafbílana séu föst á kínverskri höfn og enginn sé á staðnum til að flytja þau. Samkomutakmarkanir í Kína hafa leitt til verulegrar röskunar á aðfangakeðjum.

„Bæði Berlín og Austin verksmiðjurnar eru risa peningabræðslur núna. Þetta er í raun eins og risastórt öskurhljóð af peningum að brenna,“ sagði Musk í viðtali sem tekið var upp fyrir mánuði síðan.