Ólympíuleikarnir í París eru í fullu fjöri þessa dagana og hafa leikarnir laðað ólíklegasta fólk að hinum ýmsu íþróttum.
Ólympíuleikarnir í París eru í fullu fjöri þessa dagana og hafa leikarnir laðað ólíklegasta fólk að hinum ýmsu íþróttum.
Helgin var engin undantekning en athygli vakti að kyndilberinn og rapparinn Snoop Dogg og athafnakonan Martha Stewart, sem fagnaði 83 ára afmæli, komu saman uppstríluð í Versalahöll til að lýsa svokallaðri dressúr keppni í hestamennsku (e. dressage).
Stewart og Snoop hafa verið vinir frá árinu 2008, þegar rapparinn mætti í matreiðsluþátt sjónvarpsdrottningarinnar, og hafa frá þeim tíma brasað ýmislegt saman. Hafa þau til að mynda auglýst BIC kveikjara og hin ýmsu notanagildi græjunnar.