Olíuvinnsla á Drekasvæðinu virðist ekki líkleg í bráð eftir að dótturfélög CNOOC og Petoro, kínversku og norsku ríkisolíufélaganna, gáfu eftir sérleyfi til rannsókna og vinnslu á svæðinu. Eykon Energy, þriðja fyrirtækið sem átti aðild að sérleyfinu, hefur hins vegar ekki gefið eftir sinn hlut.
Orkustofnun telur fyrirtækið ekki hafa bolmagn til rannsókna og vinnslu eitt og sér. Ekki hefur verið tekin ákvörðun í málinu, en Eykon Energy hefur tvær til þrjár vikur til að gera athugasemdir við þau sjónarmið sem rakin eru á vef Orkustofnunar í þá veru að forsendur fyrir áframhaldandi gildi leyfisins séu brostnar. „Við kynntum Eykon okkar afstöðu til þess að þeir hefðu andrúm til andmæla en eins og þetta blasir við okkur eru þeir fjárhagslega og tæknilega of litlir til að geta uppfyllt kröfur. Það var ljóst í upphafi þegar þeir sóttu um og fengu frest til að finna samstarfsaðila að það var forsenda þess að þeir fengu leyfið,“ segir Guðni Á. Jóhannesson orkumálastjóri.
Á mánudaginn birti Orkustofnun á vef sínum tilkynningu um að CNOOC Iceland ehf. og Petoro Iceland AS hefðu gefið eftir sinn hluta leyfis til áframhaldandi rannsókna í aðdraganda olíuvinnslu á Drekasvæðinu. Á vef Orkustofnunar segir meðal annars: „Það er […] mat Orkustofnunar að Eykon Energy ehf. ráði hvorki yfir tæknilegri, jarðfræðilegri né fjárhagslegri getu til að takast eitt á við þá starfsemi sem í næsta áfanga rannsóknaáætlunarinnar felst. Með eftirgjöf CNOOC og Petoro á leyfinu eru því brostnar forsendur fyrir áframhaldandi gildi þess að mati stofnunarinnar og hefur Eykon Energy ehf. verið kynnt það mat.“Næsti áfangi væri að hefja tilraunaboranir á svæðinu.
„Það eru mjög miklar kröfur gerðar til þeirra sem fá slík leyfi,“ segir Guðni. „Eykon Energy hefur tíma til andmæla,“ bætir hann við, en slík andmæli gætu til dæmis falist í því að Eykon tefldi fram samstarfsaðila til að mæta þessum skilyrðum.“ Guðni undirstrikar hins vegar að ekki hafi verið tekin ákvörðun í málinu. „Olíuleit er gríðarlegt langhlaup. Það þekkist frá öðrum löndum að það er stofnað til verkefna sem deyja og svo koma önnur þannig að það getur tekið áratugi áður en einhver sýnilegur árangur næst,“ segir Guðni. Hann segir að þrátt fyrir þá stöðu sem nú sé komin upp er ekki útséð um olíuleit eða -vinnslu á Íslandi. „Við erum auðvitað með kolvetnislögin. Þau setja auðvitað ramma um olíuleit og hann er ekkert að fara frá okkur þótt eitt fyrirtæki sé að fara frá okkur,“ segir Guðni.
„Ef það verður sýnilegur áhugi á olíuleit væri hugsanlega farið af stað með útboð. Svæðin hafa yfirleitt verið boðin út og félög boðið í þau. Meðan olíuverð er lágt erum við kannski ekkert að flýta okkur í útboð en ef olíuverð myndi hækka þá myndi strax áhugi umheimsins á nýjum svæðum aukast,“ segir Guðni, en eðli málsins samkvæmt fylgir olíuleit á nýjum svæðum alltaf töluverð áhætta. „Menn þurfa að hafa einhvers konar hagnaðarvon til að fjárfesta í olíuleit á slíkum svæðum.“
Mikið hefur orðið til af gögnum um Drekasvæðið og segir Guðni þær upplýsingar vera í eigu íslenska ríkisins. „Ég geri ráð fyrir að slíkar upplýsingar yrðu meira og minna aðgengilegar,“ segir Guðni. „Þetta eru gríðarlega verðmæt gögn því þarna hefur verið unnið að rannsóknum með mjög öflugum aðferðum.“
Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .
Olíuvinnsla á Drekasvæðinu virðist ekki líkleg í bráð eftir að dótturfélög CNOOC og Petoro, kínversku og norsku ríkisolíufélaganna, gáfu eftir sérleyfi til rannsókna og vinnslu á svæðinu. Eykon Energy, þriðja fyrirtækið sem átti aðild að sérleyfinu, hefur hins vegar ekki gefið eftir sinn hlut.
Orkustofnun telur fyrirtækið ekki hafa bolmagn til rannsókna og vinnslu eitt og sér. Ekki hefur verið tekin ákvörðun í málinu, en Eykon Energy hefur tvær til þrjár vikur til að gera athugasemdir við þau sjónarmið sem rakin eru á vef Orkustofnunar í þá veru að forsendur fyrir áframhaldandi gildi leyfisins séu brostnar. „Við kynntum Eykon okkar afstöðu til þess að þeir hefðu andrúm til andmæla en eins og þetta blasir við okkur eru þeir fjárhagslega og tæknilega of litlir til að geta uppfyllt kröfur. Það var ljóst í upphafi þegar þeir sóttu um og fengu frest til að finna samstarfsaðila að það var forsenda þess að þeir fengu leyfið,“ segir Guðni Á. Jóhannesson orkumálastjóri.
Á mánudaginn birti Orkustofnun á vef sínum tilkynningu um að CNOOC Iceland ehf. og Petoro Iceland AS hefðu gefið eftir sinn hluta leyfis til áframhaldandi rannsókna í aðdraganda olíuvinnslu á Drekasvæðinu. Á vef Orkustofnunar segir meðal annars: „Það er […] mat Orkustofnunar að Eykon Energy ehf. ráði hvorki yfir tæknilegri, jarðfræðilegri né fjárhagslegri getu til að takast eitt á við þá starfsemi sem í næsta áfanga rannsóknaáætlunarinnar felst. Með eftirgjöf CNOOC og Petoro á leyfinu eru því brostnar forsendur fyrir áframhaldandi gildi þess að mati stofnunarinnar og hefur Eykon Energy ehf. verið kynnt það mat.“Næsti áfangi væri að hefja tilraunaboranir á svæðinu.
„Það eru mjög miklar kröfur gerðar til þeirra sem fá slík leyfi,“ segir Guðni. „Eykon Energy hefur tíma til andmæla,“ bætir hann við, en slík andmæli gætu til dæmis falist í því að Eykon tefldi fram samstarfsaðila til að mæta þessum skilyrðum.“ Guðni undirstrikar hins vegar að ekki hafi verið tekin ákvörðun í málinu. „Olíuleit er gríðarlegt langhlaup. Það þekkist frá öðrum löndum að það er stofnað til verkefna sem deyja og svo koma önnur þannig að það getur tekið áratugi áður en einhver sýnilegur árangur næst,“ segir Guðni. Hann segir að þrátt fyrir þá stöðu sem nú sé komin upp er ekki útséð um olíuleit eða -vinnslu á Íslandi. „Við erum auðvitað með kolvetnislögin. Þau setja auðvitað ramma um olíuleit og hann er ekkert að fara frá okkur þótt eitt fyrirtæki sé að fara frá okkur,“ segir Guðni.
„Ef það verður sýnilegur áhugi á olíuleit væri hugsanlega farið af stað með útboð. Svæðin hafa yfirleitt verið boðin út og félög boðið í þau. Meðan olíuverð er lágt erum við kannski ekkert að flýta okkur í útboð en ef olíuverð myndi hækka þá myndi strax áhugi umheimsins á nýjum svæðum aukast,“ segir Guðni, en eðli málsins samkvæmt fylgir olíuleit á nýjum svæðum alltaf töluverð áhætta. „Menn þurfa að hafa einhvers konar hagnaðarvon til að fjárfesta í olíuleit á slíkum svæðum.“
Mikið hefur orðið til af gögnum um Drekasvæðið og segir Guðni þær upplýsingar vera í eigu íslenska ríkisins. „Ég geri ráð fyrir að slíkar upplýsingar yrðu meira og minna aðgengilegar,“ segir Guðni. „Þetta eru gríðarlega verðmæt gögn því þarna hefur verið unnið að rannsóknum með mjög öflugum aðferðum.“
Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .