Heims­markaðs­verð á olíu fer hækkandi eftir að Sádi Arabía á­kvað að draga olíu­fram­leiðslu sína saman um milljón tunnur á dag í júlí­mánuði.

Til­kynningin kemur eftir sjö klukku­tíma langan fund OPEC+ ríkjanna (olíu­fram­leiðslu­ríki og banda­menn þeirra) í gær. Nokkur olíu­fram­leiðslu­ríki ætla fylgja for­dæmi Sá­danna.

Um 40% af allri hrá­olíu heimsins kemur frá OPEC+ löndunum og hefur á­kvörðun sem þessi mikil á­hrif á heims­varmarkaðs­verð á olíu.

Verð á Brent hrá­olíu­verð hækkaði um 2,4% á Asíu­markaði áður en verði náði stöðugleika í um 77 Banda­ríkja­dölum á tunnu. Tunnan kostaði 75 Banda­ríkja­dali fyrir helgi.

Í októ­ber sl. á­kváðu OPEC+ ríkin að draga úr fram­leiðslu um tvær milljón tunnur á dag. Í apríl var á­kveðið að draga enn frekar úr fram­leiðslu og síðan aftur í gær.

Að mati The Wall Street Journal má búast við því að verðið á Vestur Texas hrá­olíu og á Brent hrá­olíu hækki mikið. Mælir dag­blaðið með sex hluta­bréfum fyrir fjár­festa til að nýta sér hækkunina.