Enn bætist í flóru net­verslana með á­fengi hér­lendis en sam­kvæmt Viku­blaðinu opnaði verslunin Öl­föng ný­verið á Akur­eyri.

Verslunin býður upp á á­fengi og nikó­tín­vörur sem er hægt að sækja eða fá heimsent en verslunin er til húsa við Lauf­ás­götu 9 á Akur­eyri.

Enn bætist í flóru net­verslana með á­fengi hér­lendis en sam­kvæmt Viku­blaðinu opnaði verslunin Öl­föng ný­verið á Akur­eyri.

Verslunin býður upp á á­fengi og nikó­tín­vörur sem er hægt að sækja eða fá heimsent en verslunin er til húsa við Lauf­ás­götu 9 á Akur­eyri.

„Við opnuðum Öl­föng rétt fyrir verslunar­manna­helgina. Það hefur gengið vonum framar síðan þá en mark­miðið okkar er að bjóða upp á góða þjónustu og betri af­greiðslu­tíma. Vöru­úr­valið er í minna lagi eins og stendur en við stefnum á að bæta við það jafnt og þétt,“ segir Skúli Lórenz sem rekur Öl­föng í sam­tali við Viku­blaðið.

Opnunar­tími er frá 15 til mið­nættis alla daga.

Skúli hefur rekið fé­lagið Ol­fong Spi­rits árum saman en fé­lagið er skráð í Lett­landi. Í sam­tali við Viku­blaðið segir hann að honum hafi fundist vanta sam­keppni á Norður­landi um á­fengi og nikó­tín­vörur. Hann er jafnframt eini starfsmaður félagsins.