Enn bætist í flóru netverslana með áfengi hérlendis en samkvæmt Vikublaðinu opnaði verslunin Ölföng nýverið á Akureyri.
Verslunin býður upp á áfengi og nikótínvörur sem er hægt að sækja eða fá heimsent en verslunin er til húsa við Laufásgötu 9 á Akureyri.
Enn bætist í flóru netverslana með áfengi hérlendis en samkvæmt Vikublaðinu opnaði verslunin Ölföng nýverið á Akureyri.
Verslunin býður upp á áfengi og nikótínvörur sem er hægt að sækja eða fá heimsent en verslunin er til húsa við Laufásgötu 9 á Akureyri.
„Við opnuðum Ölföng rétt fyrir verslunarmannahelgina. Það hefur gengið vonum framar síðan þá en markmiðið okkar er að bjóða upp á góða þjónustu og betri afgreiðslutíma. Vöruúrvalið er í minna lagi eins og stendur en við stefnum á að bæta við það jafnt og þétt,“ segir Skúli Lórenz sem rekur Ölföng í samtali við Vikublaðið.
Opnunartími er frá 15 til miðnættis alla daga.
Skúli hefur rekið félagið Olfong Spirits árum saman en félagið er skráð í Lettlandi. Í samtali við Vikublaðið segir hann að honum hafi fundist vanta samkeppni á Norðurlandi um áfengi og nikótínvörur. Hann er jafnframt eini starfsmaður félagsins.