Norska félagið Pearl Group hefur fest kaup á Applicon, dótturfélagi Origo í Svíþjóð og jafnframt á SAP viðskipta- og bankalausnum Origo á Íslandi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Origo.
Applicon er fjártæknifyrirtæki sem sérhæfir sig í þjónustu við banka og fjármálastofnanir. Í tilkynningu Origo segir að sérhæfing SAP og bankalausnateymis Origo á Íslandi felist í þjónustu við mörg flóknustu og öflugustu fyrirtæki landsins.
Norska félagið Pearl Group hefur fest kaup á Applicon, dótturfélagi Origo í Svíþjóð og jafnframt á SAP viðskipta- og bankalausnum Origo á Íslandi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Origo.
Applicon er fjártæknifyrirtæki sem sérhæfir sig í þjónustu við banka og fjármálastofnanir. Í tilkynningu Origo segir að sérhæfing SAP og bankalausnateymis Origo á Íslandi felist í þjónustu við mörg flóknustu og öflugustu fyrirtæki landsins.
„Hér er tekið enn eitt mikilvægt skref í þeirri vegferð sem Origo hefur verið á síðustu árin, sem er að skilgreina vel hvað felst í kjarnastarfsemi félagsins, auka sjálfstæði teyma og skerpa á fókus með það að markmiði að hámarka árangur viðskiptavina og virði hluthafa.
Með þessum viðskiptum myndast mikill og gagnkvæmur ávinningur allra sem að málinu koma; kaupanda og seljanda, starfsmanna og viðskiptavina. Enn og aftur kemur í ljós hversu mikil verðmæti geta orðið til í hugverkaiðnaði á Íslandi og ánægjulegt að Origo nái enn á ný að fanga athygli leiðandi alþjóðlegra aðila á þeim lausnum og traustu viðskiptasamböndum sem hér hafa byggst upp.
Markmið Origo er að hjálpa íslenskum fyrirtækjum og stofnunum að ná hámarks árangri með hagnýtingu upplýsingatækni. Við munum áfram leggja áherslu á þróun og sölu eigin lausna á sviði viðskiptahugbúnaðar, hagnýtingu gagna og gervigreindar og rekstur öruggra upplýsingakerfa með það markmið að leiðarljósi,“ segir Ari Daníelsson, forstjóri Origo.
Samkvæmt tilkynningu er Pearl-samstæðan stærsti samstarfsaðili SAP á Norðurlöndum og samanstendur af 400 ráðgjöfum og sérfræðingum. Mörg af helstu stórfyrirtækjum Norðurlandanna eru á meðal viðskiptavina Pearl, sem er nú með starfsemi í 7 löndum.
„Það er afar ánægjulegt fyrir okkur að geta greint frá þessum viðskiptum. Origo og Applicon hafa í gegnum tíðina náð að byggja upp sterk langtímaviðskiptasambönd með því að veita fyrsta flokks þjónustu á sínum markaðssvæðum. Það sama gerir Pearl. Við munum hér eftir vinna í sameiningu að því markmiði að efla enn frekar þjónustu okkar, menningu og viðskiptasambönd, bæði gagnvart núverandi viðskiptavinum og nýjum“, segir Trond Skjellerud, forstjóri Pearl Group.
Ingimar Bjarnason verður framkvæmdastjóri hins nýja félags, Pearl Iceland ehf., og tekur sæti í stjórnendateymi norska móðurfélagsins. Ingimar hefur gegnt stöðu framkvæmdastjóra hugbúnaðarlausna Origo og hefur langa reynslu á sviði viðskipta- og bankalausna hjá Origo og Applicon.
„Þetta er afar áhugavert tækifæri fyrir okkar viðskiptavini og starfsmenn. Það er sterkur og reynslumikill hópur starfsfólks sem tekur nú þátt í áframhaldandi vaxtarferli Pearl og gerir fyrirtækið enn öflugra á sínu sviði. Við munum einbeita okkur að því að veita viðskiptavinum okkar fyrsta flokks þjónustu á sviði SAP viðskipta- og bankalausna, á Íslandi og á alþjóðlegum vettvangi og nú með sterkan norrænan bakhjarl og einnig með sterkan norrænan bakhjarl og eiganda“, segir Ingimar Bjarnason, framkvæmdastjóri hugbúnaðarlausna Origo.
Breytingin tekur gildi 1. október nk. en þeir rúmlega 30 starfsmenn sem tilheyra íslensku starfseminni munu frá og með þeim tíma halda áfram að þjónusta viðskiptavini sína hér á landi undir merkjum Pearl.