Origo skrifaði á dögunum undir samning við Maxhub um sölu, dreifingu og þjónustu á Maxhub búnaði á Íslandi.

Hljóð- og myndlausnir Origo fengu Steven Wang, svæðisstjóra Maxhub í Evrópu og Vincent Cai lausnaráðgjafa fyrirtækisins í heimsókn í höfuðstöðvar Origo í Borgartúni. Haft er eftir Steven Wang segir að teymið sé ánægt með að hafa valið Origo sem samstarfsaðila á Íslandi.

„Maxhub og þær lausnir sem Maxhub býður upp á eru algjör leikbreytir í því hvernig við setjum upp og notum fundarherbergi og fjarfundabúnað. Maxhub býður t.d. upp á þráðlausar tengingar við myndavélar og skjái sem gerir allar snúrur óþarfar í herberginu og eru þar með bæði einfaldari í notkun og mun ódýrari í uppsetningu en sá búnaður sem við notum í dag. Maxhub býður einnig upp á Teams Room lausnir á verði sem við höfum ekki séð áður og því á allra færi að setja upp Teams Room í fundarherberginu," segir Einar Örn Birgisson, lausnastjóri Hljóðs og myndar hjá Origo.

Maxhub teymið þróar samskiptalausnir með það að markmiði að gera nútíma samskipti betri. Fyrirtækið horfir til þess að stuðla að aukinni sköpunargáfu og framleiðni teyma um allan heim með því að bjóða upp á „fundarherbergi framtíðarinnar“.