Samstæða Orkuveitu Reykjavíkur hagnaðist um 9,3 milljörðum króna árið 2024, samanborið við 6,3 milljarða hagnað árið 2023. Rekstrartekjur samstæðunnar jukust um 9,2% og námu 66,6 milljörðum króna í fyrra. Rekstrarhagnaður (EBIT) nam 22,2 milljörðum, samanborið við 19,9 milljarða árið 2023.
Þetta kemur fram í nýbirtum ársreikningi Orkuveitunnar. Alls námu fjárfestingar 30,9 milljörðum króna og jukust um 5,8% milli ára. Eignir í árslok voru bókfærðar á 510 milljarða, samanborið við 481,3 milljarð árið 2023, og nam eigið fé 265,7 milljörðum, samanborið við 259 milljarða 2023.
Lagt er til að arður til eigenda verði 6,5 milljarðar króna en Reykjavíkurborg fer með 93,539% eignarhlut í Orkuveitunni, Akraneskaupstaður 5,528% og Borgarbyggð 0,933%. Dótturfélög Orkuveitunnar eru Veitur, Orka náttúrunnar, Ljósleiðarinn og Carbfix. Árið 2023 greiddi fyrirtækið 5,5 milljarða í arð.
Sævar Freyr Þráinsson, forstjóri Orkuveitunnar, segir að góð rekstrarniðurstaða síðasta árs sé traust undirstaða þeirrar sóknar sem Orkuveitan hafi blásið til. Vaxandi sjálfbær umsvif og metnaðarfullar framtíðaráætlanir auk sterkrar rekstrarniðurstöðu gefi góða von um áframhaldandi sókn.
„Við höfum mætt mikilli eftirspurn eftir þjónustu okkar og höldum áfram að fjárfesta með ábyrgum hætti í nýsköpun, sjálfbærni og öflugum innviðum,“ segir Sævar Freyr. „Samstæðan mun halda áfram að efla innviði, styðja við nýsköpun og stuðla að sjálfbærum orkuskiptum – með hagsmuni samfélagsins, umhverfis og komandi kynslóða að leiðarljósi.“
Þá opni öflug uppbygging fyrir fleiri tækifæri, bæði í orkuöflun, fjarskiptum og öðrum nýsköpunarverkefnum.
„Við erum sannfærð um að við séum á réttri leið. Góð rekstrarniðurstaða og öflug uppbygging opna fyrir fleiri tækifæri, bæði í orkuöflun, fjarskiptum og öðrum nýsköpunarverkefnum,“ segir Sævar Freyr.
Samkvæmt starfsþáttayfirliti samstæðunnar nam hagnaður af veitum - þ.e. veiturekstri samstæðunnar í heitu og köldu vatni, dreifingu rafmagns og fráveitu - alls 7,6 milljörðum króna árið 2024 og hagnaður af orkusölu og framleiðslu - þ.e. vegna samkeppnisreksturs í framleiðslu og sölu rafmagns og heits vatns - nam 5,4 milljörðum. Þriggja milljarða króna tap var aftur á móti á rekstri móðurfyrirtækisins, Ljósleiðarans og Carbfix félaganna.
Einblínt á orkuvinnslu, Carbfix og Ljósleiðarann
Í uppgjörstilkynningu segir að styrking orkuvinnslu sé forgangsmál hjá Orkuveitunni, meðal annars með aukinni raforkuvinnslu úr jarðhita á Hengilssvæðinu og vindorku á nærliggjandi svæðum, auk þess sem nokkrir vatnsaflskostir eru til skoðunar. Þá var gengið frá samningum árið 2024 af hálfu Orka náttúrunnar, ásamt Veitum og Orkuveitunni, um umfangsmiklar boranir vegna gufu og heits vatns.
„Það var sérstakt fagnaðarefni í orkuöflun okkar hversu góður árangur náðist í að staðsetja ný lághitasvæði á suðvesturhorninu. Eftirspurnin eftir þjónustu hitaveitunnar hefur stóraukist og jafnast á við tvöfalda notkun hitaveitnanna við Eyjafjörð sem dæmi. Það er afrek að halda í við slíkan vöxt,“ segir Sævar Freyr.
Einnig er vísað til Carbfix en að sögn forstjóra er Carbfix-aðferðin lykillinn að því að ná loftslagsmarkmiðum Orkuveitunnar og stuðla að raunverulegum og varanlegum lausnum í baráttunni gegn loftslagsbreytingum.
„Þessi aðferð hefur þegar skilað Orkuveitunni miklum ávinningi, bæði í umhverfislegu og fjárhagslegu tilliti. Við erum stolt af því að sveitarfélög sýni framsýni og ábyrgð með því að lýsa vilja að skipuleggja bindingarstöðvar í sinni lögsögu. Við höfum þegar undirritað viljayfirlýsingar við Ölfus og Norðurþing og eigum áfram í samtali við Hafnarfjörð. Jákvæð umsögn stjórnvalda um verkefnið þar er mikil viðurkenning á þeim vandaða undirbúningi sem að baki liggur.“
Bindingargeta á kolefni muni þrefaldast síðar á þessu ári með tilkomu nýrrar hreinsistöðvar við Hellisheiðarvirkjun en kolefnisspor Orkuveitunnar jókst örlítið árið 2024 vegna tengingar nýju stöðvarinnar.
Ljósleiðarinn hafi þá styrkt stöðu sína með samruna fjarskiptakerfa sem keypt voru af Sýn við eigin kerfi og jákvæðar fréttir af lánakjörum í upphafi árs gefi góð fyrirheit um að enn betri árangur náist í rekstri fyrirtækisins.
Tap dótturfélagsins nam 731 milljón í fyrra en ákveðið var að falla frá hlutafjárútboði Ljósleiðarans og hagræða frekar í rekstrinum og fjármagna framkvæmdir með skilvirkari hætti. Félagið tryggði sér á dögunum 4 milljarða króna lánsfjármögnun til sjö ára.
kölduvatni,dreifingurafmagnsogfráveitu,Orkusalaogframleiðslavegnasamkeppnisrekstursí framleiðsluogsölurafmagnsogheitsvatnsaukAnnarrarstarfsemi sem sýnir reksturmóðurfyrirtækisins, Ljósleiðarans ogCarbfix félaganna. Móðurfyrirtækið sér umþjónustu við dótturfélög, leigu húsnæðis og búnaðar, tilfallandi sölu sérfræðiþjónustuogfleira.Ljósleiðarinnsérumrekstur ljósleiðarakerfisogCarbfixfélöginvinnaaðþróunogútbreiðsluCarbfixkolefnisbindingaraðferðarinnarmeðþaðað markmiði aðdragaúr losungróðurhúsaloftegundaogspornagegnloftlagsbreytingum.Viðgerðstarfsþáttayfirlitsernotastviðsömureikningsskilareglurogsamstæðan