Á­vöxtunar­krafa ríkis­skulda­bréfa í Frakk­landi hefur hækkað tölu­vert síðast­liðna daga eftir að Emmanuel Macron Frakk­lands­for­seti á­kvað að blása til þing­kosninga á sunnu­daginn.

Krafan rauk úr 3,03% í 3,38% á mánu­daginn og hefur verið í kringum 3,2% síðan þá. Tölu­verður sölu­þrýstingur hefur verið á hluta­bréfa­markaði og hefur franska úr­vals­vísi­talan CAC 40 lækkaði um 3,5% í vikunni.

Dagsloka­gengi úr­vals­vísi­tölunnar á föstu­daginn fyrir kosningar var 8.047 stig en hún stendur í 7.776 stigum þegar þetta er skrifað.

Á­vöxtunar­krafa ríkis­skulda­bréfa í Frakk­landi hefur hækkað tölu­vert síðast­liðna daga eftir að Emmanuel Macron Frakk­lands­for­seti á­kvað að blása til þing­kosninga á sunnu­daginn.

Krafan rauk úr 3,03% í 3,38% á mánu­daginn og hefur verið í kringum 3,2% síðan þá. Tölu­verður sölu­þrýstingur hefur verið á hluta­bréfa­markaði og hefur franska úr­vals­vísi­talan CAC 40 lækkaði um 3,5% í vikunni.

Dagsloka­gengi úr­vals­vísi­tölunnar á föstu­daginn fyrir kosningar var 8.047 stig en hún stendur í 7.776 stigum þegar þetta er skrifað.

Að mati The Wall Street Journaler staðan á skulda­bréfa­markaði þó verri þar sem verri lána­kjör franska ríkisins gætu haft afar nei­kvæðar af­leiðingar.

Í síðasta mánuði lækkaði mats­fyrir­tækið Standard&Poors láns­hæfis­mat franska ríkisins vegna stöðugs halla á ríkis­sjóði og gríðar­legrar skulda­aukningar.

Evrópu­ráðið mun síðan lík­legast slá á fingur ríkis­stjórnanna í næstu viku fyrir að hafa ekki fylgt lof­orðum um að draga úr lán­töku.

Frönsk skulda­bréf eru að mestu í eigu er­lendra fjár­festa og eru þeir lík­legri en ella til að losa sig við þau eða kaupa ekki meira þegar það er ó­reiða í stjórn­málum landsins.

Að mati WSJ er þó stærsta vanda­málið að franska ríkinu og frönskum kjós­endum virðist nokkuð sama um halla ríkis­sjóðs og lána­kjör ríkisins. Kjós­endur virðast á þeim stað að þeir séu sann­færðir um að enginn stjórn­mála­maður sé í raun að fara draga úr út­gjöldum og rétta hallann af.

Svipar því við­horfi til kjós­enda í Banda­ríkjunum en banda­ríski fjöl­miðillinn minnir þó Frakka á að þeir séu ekki með stærsta skulda­bréfa­markað í heimi til að bjarga sér ef illa fer.