Hörður Arnarson, var framkvæmdastjóri vöruþróunardeildar Marel þegar Viðskiptablaðið var að hefja göngu sína árið 1994. Hann varð forstjóri fyrirtækisins árið 1999 og gengdi því starfi í áratug en hann er nú forstjóri Landsvirkjunar. Hörður fór yfir tímann hjá Marel í viðtali í 25 ára afmælisblaði Viðskiptablaðsins.
Í upphafi árs 1994 var EES-samningurinn innleiddur á Íslandi sem veitti landinu, auk Noregs og Liechtenstein, aðgang að innri markaði Evrópusambandsins. Að mati Harðar breytti samningurinn miklu fyrir framgang Marel. „Ég held í raun og veru að fyrirtæki eins og Marel og Össur hefðu ekki orðið til í þeirri mynd sem þau eru hefðum við ekki orðið aðilar að evrópska efnahagssvæðinu. Þau höfðu vissulega orðið til en þau hefðu ekki þróast á sama hátt. Markaðsaðgangurinn og frjálst flæði vörunnar og þjónustunnar skipti miklu. Þessi frjálsi aðgangur að markaðnum gerði það að verkum að við gátum keypt hráefni í okkar vörur án tolla. Þau fyrirtæki sem Marel var að keppa við á þessum tíma voru evrópsk og ef við hefðum þurft að kaupa inn hráefni með tollum og selja svo tilbúnar vörur með tollum þá hefði það gert okkur erfitt fyrir.
Þá skiptu þær breytingar sem urðu á bankakerfinu líka máli. Bankarnir voru sterkt bakland fyrir Marel. Það er alveg ljóst að gamla bankakerfið hefði ekki getað stutt við yfirtökurnar eins og það gerði eftir EES. Í tilfelli Marel var það samstarf við Landsbankann og bankinn studdi fyrirtækið mjög vel. Marel stóð alltaf í skilum og þó að sumar aðrar yfirtökur Íslendinga hafi kannski mistekist þá tókust þessar yfirtökur sem ég nefndi mjög vel. Að mínu mati er það vanmetið hversu mikilvægt þetta skref með evrópska efnahagssvæðið var á þessum tíma og það að vera innan fríverslunarbandalagsins var algjört lykilatriði. Hefði það ekki verið hefðu menn þurft að staðsetja stærri hluta fyrirtækisins erlendis.“
Óraði ekki fyrir möguleikunum
Spurður hvort þeir sem voru hjá Marel á upphafsárum þess hafi getað gert sér í hugarlund hvert fyrirtækið myndi fara svarar Hörður því neitandi. „Okkur óraði aldrei fyrir því. Sumir töldu að menn hefðu óraunhæfa drauma í upphafi en það voru miklu meiri möguleikar til staðar en menn töldu þegar fyrirtækið fór að færa sig yfir í aðrar iðngreinar og verður það fremsta í heiminum á sínu sviði. Við það varð markaðurinn miklu stærri en menn óraði fyrir. Þetta gerist í raun jafnt og þétt. Oft sáu menn ekki þau stökk sem fyrirtækið var að taka fyrr en eftir á og uppgötvuðu þau ekki þegar þau gerðust. Það má í raun segja að þegar maður er staddur í byltingu eins og þessari þá upplifir maður hana frekar sem þróun.“
Var einhver tímapunktur sem þú áttaðir þig á því hvert stefndi?
„Ég myndi segja að í kringum árin 2005 og 2006 hafi maður áttað sig á því að fyrirtækið myndi fara þangað sem það hefur farið. Þá vorum við líka að ná yfirhöndinni á markaðnum og vörurnar orðnar það afgerandi og vorum komin með mikið af nýjungum sem sköpuðu okkur mikla sérstöðu. Þá fyrst gerðum við okkur grein fyrir því að við vorum að ná yfirhöndinni.“
Viðtalið má lesa í heild í 25 ára afmælistímariti Viðskiptablaðsins. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð , aðrir geta skráð sig í áskrift á sérstöku afmælistilboði hér eða pantað tímaritið .
Hörður Arnarson, var framkvæmdastjóri vöruþróunardeildar Marel þegar Viðskiptablaðið var að hefja göngu sína árið 1994. Hann varð forstjóri fyrirtækisins árið 1999 og gengdi því starfi í áratug en hann er nú forstjóri Landsvirkjunar. Hörður fór yfir tímann hjá Marel í viðtali í 25 ára afmælisblaði Viðskiptablaðsins.
Í upphafi árs 1994 var EES-samningurinn innleiddur á Íslandi sem veitti landinu, auk Noregs og Liechtenstein, aðgang að innri markaði Evrópusambandsins. Að mati Harðar breytti samningurinn miklu fyrir framgang Marel. „Ég held í raun og veru að fyrirtæki eins og Marel og Össur hefðu ekki orðið til í þeirri mynd sem þau eru hefðum við ekki orðið aðilar að evrópska efnahagssvæðinu. Þau höfðu vissulega orðið til en þau hefðu ekki þróast á sama hátt. Markaðsaðgangurinn og frjálst flæði vörunnar og þjónustunnar skipti miklu. Þessi frjálsi aðgangur að markaðnum gerði það að verkum að við gátum keypt hráefni í okkar vörur án tolla. Þau fyrirtæki sem Marel var að keppa við á þessum tíma voru evrópsk og ef við hefðum þurft að kaupa inn hráefni með tollum og selja svo tilbúnar vörur með tollum þá hefði það gert okkur erfitt fyrir.
Þá skiptu þær breytingar sem urðu á bankakerfinu líka máli. Bankarnir voru sterkt bakland fyrir Marel. Það er alveg ljóst að gamla bankakerfið hefði ekki getað stutt við yfirtökurnar eins og það gerði eftir EES. Í tilfelli Marel var það samstarf við Landsbankann og bankinn studdi fyrirtækið mjög vel. Marel stóð alltaf í skilum og þó að sumar aðrar yfirtökur Íslendinga hafi kannski mistekist þá tókust þessar yfirtökur sem ég nefndi mjög vel. Að mínu mati er það vanmetið hversu mikilvægt þetta skref með evrópska efnahagssvæðið var á þessum tíma og það að vera innan fríverslunarbandalagsins var algjört lykilatriði. Hefði það ekki verið hefðu menn þurft að staðsetja stærri hluta fyrirtækisins erlendis.“
Óraði ekki fyrir möguleikunum
Spurður hvort þeir sem voru hjá Marel á upphafsárum þess hafi getað gert sér í hugarlund hvert fyrirtækið myndi fara svarar Hörður því neitandi. „Okkur óraði aldrei fyrir því. Sumir töldu að menn hefðu óraunhæfa drauma í upphafi en það voru miklu meiri möguleikar til staðar en menn töldu þegar fyrirtækið fór að færa sig yfir í aðrar iðngreinar og verður það fremsta í heiminum á sínu sviði. Við það varð markaðurinn miklu stærri en menn óraði fyrir. Þetta gerist í raun jafnt og þétt. Oft sáu menn ekki þau stökk sem fyrirtækið var að taka fyrr en eftir á og uppgötvuðu þau ekki þegar þau gerðust. Það má í raun segja að þegar maður er staddur í byltingu eins og þessari þá upplifir maður hana frekar sem þróun.“
Var einhver tímapunktur sem þú áttaðir þig á því hvert stefndi?
„Ég myndi segja að í kringum árin 2005 og 2006 hafi maður áttað sig á því að fyrirtækið myndi fara þangað sem það hefur farið. Þá vorum við líka að ná yfirhöndinni á markaðnum og vörurnar orðnar það afgerandi og vorum komin með mikið af nýjungum sem sköpuðu okkur mikla sérstöðu. Þá fyrst gerðum við okkur grein fyrir því að við vorum að ná yfirhöndinni.“
Viðtalið má lesa í heild í 25 ára afmælistímariti Viðskiptablaðsins. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð , aðrir geta skráð sig í áskrift á sérstöku afmælistilboði hér eða pantað tímaritið .