Penninn ehf., sem selur skrif­stofu­hús­gögn, skrif­stofu­vörur, rit­föng og af­þreyingu undir vöru­merkjunum Penninn Ey­munds­son, Penninn hús­gögn og Is­landia, hagnaðist um 200 milljónir króna í fyrra.

Mun það vera um 70 milljónum minni hagnaður en á árinu á undan er fé­lagið hagnaðist um 271 milljón árið 2022.

Penninn ehf., sem selur skrif­stofu­hús­gögn, skrif­stofu­vörur, rit­föng og af­þreyingu undir vöru­merkjunum Penninn Ey­munds­son, Penninn hús­gögn og Is­landia, hagnaðist um 200 milljónir króna í fyrra.

Mun það vera um 70 milljónum minni hagnaður en á árinu á undan er fé­lagið hagnaðist um 271 milljón árið 2022.

Velta fé­lagsins nam 7,3 milljörðum króna í fyrra sem er hækkun úr 6,5 milljörðum árið áður.

Eignir fé­lagsins voru bók­færðar á 2,8 milljarða króna og var bók­fært eigið fé 1,5 milljarðar. Eigin­fjár­hlut­fall fé­lagsins var 52,1%.

Stjórn fé­lagsins leggur til að hagnaði verði ráð­stafað til hækkunar á ó­ráð­stöfuðu eigin fé. Penninn ehf. er í jafnri eigu SDF ráð­gjöf ehf. og Vallar­bakka ehf.

Tveir hlut­hafar eiga meira en 10% hluta­fjár í SDF ráð­gjöf en þeir eru Stefán D. Frank­lín með 30% hlut og Vil­helm­ína Þor­varðar­dóttir með 30% hlut.

Vallar­bakkar ehf. er í jafnri eigu Ingi­mars Jóns­sonar ehf., sem er í eigu Ingi­mars for­stjóra Pennans og Lista­kaupa-Ljósa­land ehf., sem er í 100% eigu Ólafs Stefáns Sveins­sonar.