Penninn ehf., sem selur skrifstofuhúsgögn, skrifstofuvörur, ritföng og afþreyingu undir vörumerkjunum Penninn Eymundsson, Penninn húsgögn og Islandia, hagnaðist um 200 milljónir króna í fyrra.
Mun það vera um 70 milljónum minni hagnaður en á árinu á undan er félagið hagnaðist um 271 milljón árið 2022.
Penninn ehf., sem selur skrifstofuhúsgögn, skrifstofuvörur, ritföng og afþreyingu undir vörumerkjunum Penninn Eymundsson, Penninn húsgögn og Islandia, hagnaðist um 200 milljónir króna í fyrra.
Mun það vera um 70 milljónum minni hagnaður en á árinu á undan er félagið hagnaðist um 271 milljón árið 2022.
Velta félagsins nam 7,3 milljörðum króna í fyrra sem er hækkun úr 6,5 milljörðum árið áður.
Eignir félagsins voru bókfærðar á 2,8 milljarða króna og var bókfært eigið fé 1,5 milljarðar. Eiginfjárhlutfall félagsins var 52,1%.
Stjórn félagsins leggur til að hagnaði verði ráðstafað til hækkunar á óráðstöfuðu eigin fé. Penninn ehf. er í jafnri eigu SDF ráðgjöf ehf. og Vallarbakka ehf.
Tveir hluthafar eiga meira en 10% hlutafjár í SDF ráðgjöf en þeir eru Stefán D. Franklín með 30% hlut og Vilhelmína Þorvarðardóttir með 30% hlut.
Vallarbakkar ehf. er í jafnri eigu Ingimars Jónssonar ehf., sem er í eigu Ingimars forstjóra Pennans og Listakaupa-Ljósaland ehf., sem er í 100% eigu Ólafs Stefáns Sveinssonar.