Flug­fé­lagið Play flutti 187.835 far­þega í júlí­mánuði og var sæta­nýting flug­fé­lagsins 88,4%.

Sam­kvæmt Kaup­hallar­til­kynningu voru um 31,1% af þeim sem flugu með Play í mánuðinum á leið frá Ís­landi, 30,7% voru á leið til Ís­lands og 38,2% voru tengi­far­þegar.

Flug­fé­lagið Play flutti 187.835 far­þega í júlí­mánuði og var sæta­nýting flug­fé­lagsins 88,4%.

Sam­kvæmt Kaup­hallar­til­kynningu voru um 31,1% af þeim sem flugu með Play í mánuðinum á leið frá Ís­landi, 30,7% voru á leið til Ís­lands og 38,2% voru tengi­far­þegar.

„Það er traust­vekjandi að sjá fjölda far­þega sem ferðast með Play frá Ís­landi, okkar heima­markaði, aukast um sjö þúsund á milli ára. Það er okkar stefna að vera með mikið úr­val af sólar­landa­á­fanga­stöðum í leiða­kerfi okkar sem Ís­lendingar vilja heim­sækja, og við erum að sjá góðan árangur af þeirri á­kvörðun. Við finnum fyrir vel­vild Ís­lendinga í okkar garð og tölur okkar endur­spegla það,“ segir Einar Örn Ólafs­son, for­stjóri Play.

Markaðs­hlut­deild Play á heima­markaði jókst í mánuðinum en um 13% aukning varð á far­þegum sem flugu frá Ís­landi á milli ára.

Stund­vísi Play var 85,4% í júlí, saman­borið við 80,2% stund­vísi í júlí í fyrra.

„Eins og við höfðum áður greint frá í upp­gjöri fyrir annan árs­fjórðung, þá hefur VIA markaðurinn verið erfiður í sumar vegna aukningar á beinu flugi yfir At­lants­hafið. Það sést á okkar tölum fyrir júlí. Hins vegar sjáum við að bókunar­staðan fyrir komandi mánuði er betri nú en á sama tíma í fyrra, sem er merki um að markaðurinn sé á leið í betri átt. Við höfum einnig að­lagað leiða­kerfið okkar með því að draga úr sæta­fram­boði til og frá Norður Ameríku fyrir haustið og veturinn til að takast betur á við sveiflur í eftir­spurn. Á sama tíma höfum við aukið sæta­fram­boð á nú­verandi og nýja sólar­landa­á­fanga­staði í Evrópu og Afríku sem eru arð­samari,” segir Einar.

„Þannig náum við að nýta þann mikla sveigjan­leika sem býr í leiða­kerfinu okkar til að að­laga okkur eftir markaðs­að­stæðum hverju sinni. Þessi að­lögunar­hæfni væri ekki mögu­leg án okkar frá­bæra sam­starfs­fólks hjá Play sem hefur enn einn mánuðinn skilað bestu stund­vísi þeirra flug­fé­laga sem eru um­svifa­mikil á Kefla­víkur­flug­velli. Það skilar sér í góðum flug­rekstri sem tryggir far­þegum á­nægju­legri og stund­vísri flug­ferð,“ segir Einar.