Flugfélagið Play hefur hafið sölu á áætlunarflugi til Antalya í Tyrklandi. Fyrsta flugið verður farið 15. apríl á næsta ári og verður flogið einu sinni í viku fram til byrjun júnímánaðar.

Eftir það áætlar flugfélagið að fljúga aftur til Antalya á ný í september og fram yfir miðjan nóvember.

„Antalya er einstaklega áhugaverður áfangastaður sem mun vafalaust laða að marga Íslendinga á næsta ári. Borgin mun heilla jafnt þá sem hafa áhuga á sögu og menningu Tyrklands sem og þá sem vilja magnaða sólarlandaupplifun,“ segir Einar Örn Ólafsson, forstjóri Play.

Borgin er einnig þekkt meðal kylfinga en er skammt frá borginni er bærinn Belek sem er frægur fyrir golfvelli sína.