Áfengisnetverslunin Smáríkið, sem hefur verið starfrækt í hálft ár, hefur nýtt sér þjónustu Póstsins frá því í vor til að dreifa áfengi til viðskiptavina.
Í sameiginlegri tilkynningu segir að umræðan um netverslun með áfengi hafi verið áberandi í umræðunni að undanförnu.
Áfengisnetverslunin Smáríkið, sem hefur verið starfrækt í hálft ár, hefur nýtt sér þjónustu Póstsins frá því í vor til að dreifa áfengi til viðskiptavina.
Í sameiginlegri tilkynningu segir að umræðan um netverslun með áfengi hafi verið áberandi í umræðunni að undanförnu.
„Komin er reynsla á samstarf Póstsins og Smáríkisins, netverslunar með öl og létta drykki. Þegar viðskiptavinur kaupir áfengi hjá þeim og fær það sent heim með Póstinum er hann krafinn um rafræna auðkenningu við afhendingu,“ segir Sigríður Heiðar, forstöðumaður söludeildar hjá Póstinum
Sigríður segir að fleiri verslanir hafi bæst í hóp þeirra sem bjóða upp á áfengi í heimsendingu og hafi margir velt fyrir sér auknu aðgengi og þeirri óvissu sem skapast um hvort viðtakandi hafi aldur til að taka við vörunni.
„Veruleikinn er sá að sem stendur er hægt að kaupa áfengi á netinu. Þetta helst í hendur við breytta kauphegðun sem kallar á víðtækari þjónustu af hálfu Póstsins en áður. Við leggjum áherslu á að viðkvæmar vörur séu fluttar með rekjanlegum hætti og berist réttum kaupanda. Það er gert með því að nýta rafræna auðkenningu,“ segir Sigríður.
Óskar Jónsson hjá Smáríkinu segir að þótt stutt sé frá stofnun þá hafi fyrirtækið nýlega eignast sinn tíu þúsundasta viðskiptavin.