Endurskoðunar- og ráðgjafarfyrirtækið PwC í Kína hefur tilkynnt viðskiptavinum sínum um að það geri ráð fyrir að kínversk stjórnvöld setji félagið í sex mánaða rekstrarbann vegna endurskoðunar á reikningsskilum gjaldþrota fasteignarisans Evergrande.
Gert er ráð fyrir að bannið gæti tekið gildi strax í september, að því er segir í frétt Financial Times. Eins gæti PwC í Kína átt von á stórri sekt.
Endurskoðunar- og ráðgjafarfyrirtækið PwC í Kína hefur tilkynnt viðskiptavinum sínum um að það geri ráð fyrir að kínversk stjórnvöld setji félagið í sex mánaða rekstrarbann vegna endurskoðunar á reikningsskilum gjaldþrota fasteignarisans Evergrande.
Gert er ráð fyrir að bannið gæti tekið gildi strax í september, að því er segir í frétt Financial Times. Eins gæti PwC í Kína átt von á stórri sekt.
Rekstrarbannið myndi koma í veg fyrir að PwC í Kína gæti undirritað reikningsskil hjá viðskiptavinum sínum, veitt ráðgjöf og endurskoðunarþjónustu í tengslum við frumútboð eða að stunda aðra lögverndaða starfsemi.
PwC í Kína hefur fullvissað viðskiptavini sína um að félagið muni starfa áfram í gegnum rekstrarbannið og muni áritað ársreikninga með endurskoðunaráritun fyrir árið 2024 um leið og banninu lýkur í mars næstkomandi.
Tilvonandi aðgerðir gegn PwC koma í kjölfar þess að kínverskir eftirlitsaðilar lýstu því yfir í mars að Evergrande hefði blásið upp (e. inflate) tekjur í reikningsskilum sínum um allt að 80 milljarða dala á síðustu tveimur rekstrarárunum áður en fasteignaþróunarfélagið varð greiðsluþrota árið 2021.
PwC Zhong Tian, sem er gjarnan kallað PwC í Kína, var stærsta endurskoðunarfyrirtækið í Kína miðað við tekjur ársins 2022. Tekjur félagsins námu rúmum 1,1 milljarði dala árið 2022.
Í umfjöllun FT segir að tekjur PwC í Kína af endurskoðun skráðra kínverskra félaga hafi þegar dregist saman um tvo þriðju í ár þar sem fjöldi fyrirtækja færði sig yfir til annarra endurskoðunarfélaga.