Reitir og Urriðaholt ehf. hafa undirritað samkomulag um kaup Reita á félaginu Húsið í hverfinu ehf., sem á tæplega 2.500 fm. skrifstofu- og verslunarhúsnæði við Urriðaholtsstræti 2 í Garðabæ.
Húsnæðið var byggt 2022 og hýsir m.a. skrifstofur Bláa lónsins og Krambúðina. Vegin meðallengd leigusamninga hússins er 7,4 ár.
Heildarvirði er 1,46 milljarðar og eru kaupin að fullu fjármögnuð með handbæru fé og lánsfé. Leigutekjur á ársgrundvelli eru um 110 milljónir króna og er áætlaður rekstrarhagnaður 95 milljónir.
Reitir og Urriðaholt ehf. hafa undirritað samkomulag um kaup Reita á félaginu Húsið í hverfinu ehf., sem á tæplega 2.500 fm. skrifstofu- og verslunarhúsnæði við Urriðaholtsstræti 2 í Garðabæ.
Húsnæðið var byggt 2022 og hýsir m.a. skrifstofur Bláa lónsins og Krambúðina. Vegin meðallengd leigusamninga hússins er 7,4 ár.
Heildarvirði er 1,46 milljarðar og eru kaupin að fullu fjármögnuð með handbæru fé og lánsfé. Leigutekjur á ársgrundvelli eru um 110 milljónir króna og er áætlaður rekstrarhagnaður 95 milljónir.
Seljandi Hússins í hverfinu ehf. er félagið Urriðaholt ehf. sem er í 65% eigu Styrktar- og líknarsjóðs Oddfellowa og 35% eigu Viskusteins ehf., félags í aðaleigu bræðranna Sigurðar Gísla og Jóns Pálmasona sem eru gjarnan kenndir við Ikea.
Reitir kynntu um miðjan maímánuð nýja stefnu sem á m.a. að stuðla að auknum vaxtarhraða félagsins á næstu fimm árum. Guðni Aðalsteinsson, sem tók við sem forstjóri Reita í apríl, var í ítarlegu viðtali um stefnuna hjá Viðskiptablaðinu á dögunum.