Verslunin Pfaff hagnaðist um 77 milljónir króna í fyrra, sem er metár að því er fram kemur í ársreikningi, þrátt fyrir 22% tekjufall í upphafi faraldursins.

Tekjur námu 614 milljónum og jukust um 5% milli ára, en rekstrargjöld jukust aðeins um 1,7% og rekstrarhagnaður jókst því um 20 milljónir og nam 83.

Eigið fé jókst um 37 milljónir og nam 360 milljónum í árslok. Greiddar voru 40 milljónir króna í arð í fyrra, samanborið við 50 árið áður, og stjórn lagði til greiðslu arðs á aðalfundi í ár.