Nasdaq CSD á Íslandi, áður Nasdaq Verðbréfamiðstöð, hagnaðist um 420 milljónir króna í fyrra.
Tekjurnar námu ríflega milljarði og voru rekstrargjöld rétt um helmingur þess. Heildareignir námu 331 milljón í lok ársins. Eigið fé félagsins útfærist sem skuld við höfuðstöðvar og nam 164 milljónum í árslok, en 240 milljónir voru greiddar þangað á árinu.
Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu, sem kom út á miðvikudag. Áskrifendur geta lesið fréttina í heild hér.