Rúss­neski seðla­bankinn hefur á­kveðið að hækka stýri­vexti um 100 punkta eða heilt prósentu­stig. Megin­vextir bankans fara þannig úr 12% í 13%.

Mun þetta vera önnur stóra vaxta­hækkun bankans á skömmum tíma en bankinn hækkaði vexti í lok ágúst til að reyna verja rúss­nesku rúbluna.

Rúblan hefur veikst um 23% gagn­vart banda­ríkja­dal á árinu.

Elvira Nabiullina, seðla­banka­stjóri rúss­neska Seðla­bankans segir hækkunina nauð­syn­lega þar sem verð­bólgu­þrýstingurinn í Rúss­landi væri enn mikill.

Rúss­neski seðla­bankinn hefur á­kveðið að hækka stýri­vexti um 100 punkta eða heilt prósentu­stig. Megin­vextir bankans fara þannig úr 12% í 13%.

Mun þetta vera önnur stóra vaxta­hækkun bankans á skömmum tíma en bankinn hækkaði vexti í lok ágúst til að reyna verja rúss­nesku rúbluna.

Rúblan hefur veikst um 23% gagn­vart banda­ríkja­dal á árinu.

Elvira Nabiullina, seðla­banka­stjóri rúss­neska Seðla­bankans segir hækkunina nauð­syn­lega þar sem verð­bólgu­þrýstingurinn í Rúss­landi væri enn mikill.

Árs­verð­bólgan lækkaði ör­lítið milli mánaða í ágúst eftir mikla hækkun í júlí. Mældist verð­bólgan 5,3% í ágúst og hefur hún tvö­faldast síðan í apríl.

Á meðan verð­bólgan er að hjaðna í flestum Vestur­löndum eru blikurnar ekki jafn á­lit­legar í Rúss­landi en veik rúbla, stór­aukin ríkis­út­gjöld vegna inn­rásarinnar í Úkraínu og skortur á vinnu­afli mun gera verð­bólguna í Rúss­landi þrá­láta.

Rúss­lands­banki býst enn við því að hag­vöxtur í landinu verði á bilinu 1,5% til 2,5%.