Rússneski seðlabankinn hefur ákveðið að hækka stýrivexti um 100 punkta eða heilt prósentustig. Meginvextir bankans fara þannig úr 12% í 13%.
Mun þetta vera önnur stóra vaxtahækkun bankans á skömmum tíma en bankinn hækkaði vexti í lok ágúst til að reyna verja rússnesku rúbluna.
Rúblan hefur veikst um 23% gagnvart bandaríkjadal á árinu.
Elvira Nabiullina, seðlabankastjóri rússneska Seðlabankans segir hækkunina nauðsynlega þar sem verðbólguþrýstingurinn í Rússlandi væri enn mikill.
Ársverðbólgan lækkaði örlítið milli mánaða í ágúst eftir mikla hækkun í júlí. Mældist verðbólgan 5,3% í ágúst og hefur hún tvöfaldast síðan í apríl.
Á meðan verðbólgan er að hjaðna í flestum Vesturlöndum eru blikurnar ekki jafn álitlegar í Rússlandi en veik rúbla, stóraukin ríkisútgjöld vegna innrásarinnar í Úkraínu og skortur á vinnuafli mun gera verðbólguna í Rússlandi þráláta.
Rússlandsbanki býst enn við því að hagvöxtur í landinu verði á bilinu 1,5% til 2,5%.