Rússland hefur ákveðið skerða flæði jarðgass í gegnum stærstu gasleiðslu sína til Þýskalands, Nord Stream 1, niður í fimmtung af flutningagetu frá og með næsta miðvikudegi. Rússneska ríkisolíufyrirtækið hafði þegar skert framboð niður í 40% í síðasta mánuði. Financial Times greinir frá.

Gazprom ber fyrir sig að viðgerð á annarri túrbínu neyði fyrirtækið til að draga úr flæði en talskona þýska efnahagsráðuneytisins sagði að það væru engar tæknilegar ástæður fyrir skerðingunni.

Sjá einnig: Saka Rússa um að keyra upp orkuverð

Evrópuríki túlka aðgerðir Gazprom sem hefndarverk rússneskra stjórnvalda fyrir viðskiptaþvinganir sem settar voru á Rússa í kjölfar innrásarinnar í Úkraínu.

Á miðvikudaginn fer daglegt gasflæði niður í 33 milljónir rúmmetra en til samanburðar er flutningageta Nord Stream 1 yfir 160 miljónir rúmmetrar.