Rútusamstæðan PAC1501 ehf. tapaði 257 milljónum króna árið 2021 í samanburði við 354 milljón króna tap árið áður. Meðal dótturfélaga í samstæðunni er rútufyrirtækið Hópbílar, Hagvagnar, Hvaleyri, Bus Hostel og Airport Direct ehf.

Tekjur samstæðurnar námu um 3,9 milljörðum króna á árinu en voru 3,5 árið 2020. Eignir félagsins námu 3,3 milljörðum í lok ársins en langtímaskuldir voru 1,4 milljarður króna.

Pac1501 er í fullri eigu framtakssjóðsins Horns III sem er í rekstri Landsbréfa. Hluthafar Horns III eru 27 talsins, þeir stærstu eru Lífeyrissjóðirnir LIVE og Gildi.

Fréttin er hluti af lengri umfjöllun í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins.