SEC sakar Binance, stærstu rafmyntakauphöll heims, og stofnanda þess, Changpeng Zhao, um misferli í sambandi við fjármagn viðskiptavina og að ljúga að bandarískum eftirlitsaðilum um starfsemina.

Í ítarlegri kvörtun sem lögð var fram upphafi vikunnar eru meint brot tilgreind í þrettán liðum en þau eru meðal annars sökuð um að blanda milljörðum dala af fjármagni viðskiptavina við annað fjármagn og koma hluta þess fyrir á reikning fyrirtækisins sem stjórnað er af Zhao. Þá hafi Binance villt fyrir fjárfestum um ágæti kerfa sinna við eftirlit með viðskiptum.

SEC heldur því fram að brot Binance hafi verið meðvituð og að þeir hafi hagnast um milljarði dala á meðan þeir settu eignir fjárfesta í mikla hættu. Forsvarsmenn Binance sögðu í tilkynningu að þeir hafi orðið fyrir vonbrigðum með að eftirlitið hafi ákveðið að fara þessa leið en þeir hafi áður verið tilbúnir til að vinna með þeim. Fyrirtækið muni taka til varna vegna málsins, sem þau telja vanhugsað af hálfu eftirlitsins.

Til að lesa meira

Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.

Verð frá 4.495 kr. á mánuði