Þýsk stjórnvöld hafa sakað rússneska ríkisolíufyrirtækið Gazprom um að keyra upp orkuverð með því að draga úr framboði. Olíurisinn tilkynnti í gær að hann myndi skerða framboð af jarðgasi í gegnum Nord Stream 1 leiðsluna um meira en helming og verður það frá og með deginum í dag allt að 67 milljónir rúmmetrar. BBC greinir frá.

Gazprom bar fyrir sig að það viðhaldi á Nord Stream gasleiðslunni. Efnahagsráðherra Þýskalands, Robert Habeck, sagði hins vegar að um væri að ræða „augljósa taktík til valda titringi og keyra upp verð“. Ákvörðun Gazprom væri pólitísk en tekin vegna tæknilegra ástæðna.

Rússneska olíufyrirtækið gaf upphaflega til kynna á þriðjudaginn að daglegt framboð af jarðgasi yrði skert úr 167 milljónum rúmmetra í 100 milljónir en tilkynnti svo aftur í gær að framboðið yrði skert enn meira, alveg niður í 67 milljónir rúmmetra.

Gazprom skerti einnig framboð til Ítalíu um 15% í gær, samkvæmt orkufyrirtækinu ENI. Ítalía, líkt og Þýskaland, reiðir sig verulega á rússneskt jarðgas sem vegur um 40% af innflutningi.

Sjá einnig: Olíusala Rússa dekkar stríðsreksturinn

Tvær vikur eru liðnar frá því að Evrópusambandið samþykkti að banna meirihluta af innflutningi á rússneskri olíu.