Framkvæmdaráð Evrópusambandsins (ESB) hefur tilkynnt sex norskum laxeldisfyrirtækjum – Mowi, SalMar, Cermaq, Grieg Seafood, Bremnes og Lerøy - um bráðabirgðaniðurstöðu sína um að félögin hafi stundað ólöglegt verðsamráð og brotið samkeppnislög ESB. Félögin eiga í hættu að vera sektuð um allt að 10% af árlegri veltu. mbl.is greindi fyrst frá.
Framkvæmdaráð Evrópusambandsins (ESB) hefur tilkynnt sex norskum laxeldisfyrirtækjum – Mowi, SalMar, Cermaq, Grieg Seafood, Bremnes og Lerøy - um bráðabirgðaniðurstöðu sína um að félögin hafi stundað ólöglegt verðsamráð og brotið samkeppnislög ESB. Félögin eiga í hættu að vera sektuð um allt að 10% af árlegri veltu. mbl.is greindi fyrst frá.
Félögin, sem framleiða samanlagt um 80% af öllum laxi sem fluttur er út frá Noregi, eru sökuð um að hafa stundað ólöglegt verðsamráð við sölu á ferskum laxi á árunum 2011 til 2019.
Framkvæmdaráðið segir að lexeldisfyrirtækin séu grunuð um að hafa skipst á viðkvæmum viðskiptaupplýsingum, svo sem er varðar söluverð, sölumagn, birgðastöðu, framleiðslumagn og framleiðslugetu ásamt öðrum þáttum er snúa að verðákvörðun.