Sante ehf. sendi kvörtun til umboðsmanns Alþingis í dag þar sem kvartað er undan óeðlilegum pólitískum afskiptum fjármála- og efnahagsráðherra af lögreglurannsókn.

Fjármála- og efnahagsráðherra sendi lögreglunni bréf í gær þar sem skoðunum hans á lagaumhverfi áfengissölu er lýst. Í bréfinu var því haldið fram að atvinnustarfsemi fyrirtækja eins og Sante sé ólögleg.

Sante ehf. sendi kvörtun til umboðsmanns Alþingis í dag þar sem kvartað er undan óeðlilegum pólitískum afskiptum fjármála- og efnahagsráðherra af lögreglurannsókn.

Fjármála- og efnahagsráðherra sendi lögreglunni bréf í gær þar sem skoðunum hans á lagaumhverfi áfengissölu er lýst. Í bréfinu var því haldið fram að atvinnustarfsemi fyrirtækja eins og Sante sé ólögleg.

Talsmenn fyrirtækisins segja að bréfinu sé ætlað að hafa áhrif á rannsókn lögreglu. „Við teljum að þetta séu óeðlileg afskipti af lögregluvaldi og brot á þrískiptingu ríkisvaldsins, þar sem fjármálaráðherra hefur ekki valdheimildir í þessum málaflokki.“

Samkvæmt lögum um meðferð sakamála skulu ákærendur vera sjálfstæðir í störfum sínum og ekki taka við fyrirmælum frá öðrum stjórnvöldum um meðferð ákæruvalds nema sérstaklega sé kveðið á um það í lögum.

„Í bréfi ráðherrans er farið með rangfærslur varðandi starfsemi Sante ehf. en með því að rannsaka ekki málið braut ráðherrann bæði gegn siðareglum Stjórnarráðs Íslands og sinnti ekki rannsóknarskyldu sinni samkvæmt stjórnsýslulögum,” segir í tilkynningu.

Sante telur að bréf ráðherra sé tilraun til þess að koma pólitískum áherslumálum sínum á framfæri og segir fyrirtækið að hann hafi margsinnis lýst þeirri afstöðu sinni að hann sé á móti frjálsri verslun. „Það að ráðherrann skuli reyna að hafa áhrif á lögreglurannsókn eru pólitísk afskipti af sjálfstæðu ákæruvaldi.”

„Fjár­mála­ráð­herra fer með mikil­vægar á­kvarðanir varðandi fjár­veitingar til lög­reglunnar. Til­raunir hans til að hafa á­hrif á lög­reglu­rann­sókn eru því sér­lega ó­eðli­legar, þar sem þær geta litið út sem til­raun til að mis­nota fjár­hags­legt vald sitt til að hafa á­hrif á lög­regluna. Þetta grefur undan sjálf­stæði lög­reglunnar og trú­verðug­leika hennar,“ segir í kvörtun Sante til um­boðs­manns.

Rang­færslur í bréfi ráð­herra

Í kvörtun Sante segir jafn­framt að rang­færslur séu í erindi fjár­mála­ráð­herra til lög­reglunnar þar sem starf­semi fyrir­tækisins er rang­lega lýst „þar sem full­yrt er að hver einasta pöntun frá neytanda feli í sér sér­stakan inn­flutning á á­fengi er­lendis frá.”

„Þetta er rang­færsla og stað­festir að ráð­herrann hafi ekki kynnt sér hvernig net­verslunin fer fram. Með réttri stjórn­sýslu sam­kvæmt siða­reglum stjórnar­ráðsins hefði ráð­herrann getað fengið upp­lýsingar um þetta. Það er bein­línis rangt að net­verslun okkar sé starf­rækt undir því for­orði að í þeim við­skiptum felist inn­flutningur af hálfu neyt­enda. Við­skiptin fara fram með lög­mætum hætti milli neyt­enda og fransks einka­hluta­fé­lags sem hefur starfs­stöð hér á landi,“ segir kvörtun Sante.

Í kvörtun segir jafnframt að það sé mjög alvarlegt mál að veita lögreglunni rangar upplýsingar, hvort sem það er vegna vanþekkingar eða með ásetningi gert.

„Rangfærslurnar í bréfinu bera vitnisburð um að ráðherrann hefur ekki sinnt rannsóknarskyldu sinni, sbr. 10. gr. stjórnsýslulaga. Með því að sinna skyldum sínum um að eiga samskipti við hagsmunaaðila samkvæmt siðareglum stjórnarráðsins hefði verið hægt að koma í veg fyrir þessa röngu upplýsingagjöf til lögreglu.“