Félagið Perluvinir seldi eignarhluti sína í Eignarhaldsfélaginu Perla Norðursins ehf. og Eignarhaldsfélaginu Perla Norðursins 2 ehf. á árinu. Perluvinir fóru með 26,4% hlut í fyrrnefnda félaginu og 27,2% hlut í því síðarnefnda.
Félagið Perluvinir seldi eignarhluti sína í Eignarhaldsfélaginu Perla Norðursins ehf. og Eignarhaldsfélaginu Perla Norðursins 2 ehf. á árinu. Perluvinir fóru með 26,4% hlut í fyrrnefnda félaginu og 27,2% hlut í því síðarnefnda.
Eignarhaldsfélögin fara með eignarhald á Perlu Norðursins ehf., sem heldur utan um rekstur náttúrusýningar í Perlunni.
Samkvæmt ársreikningi Perluvina nam hagnaður af sölu eignarhluta á árinu 754 milljónum króna og nam eigið fé 272 milljónum í byrjun síðasta árs en félagið greiddi út rétt rúmlega einn milljarð króna til hluthafa með lækkun hlutafjár í fyrra.
Stefnt var á að slíta félaginu í ár en það var stofnað árið 2014. Tæplega 60 manns voru í upprunalega stofnhópnum.
Eftir því sem Viðskiptablaðið kemst næst var eignarhluturinn seldur til Saltlands ehf. og Lapplands ehf. en félögin tvö fara nú samanlagt með 90% eignarhlut í móðurfélögum Perlu Norðursins.
Stærsti hluthafi Perluvina í dag er fjárfestingarfélagið Kaskur ehf. með 46% eignarhlut en félagið er að fullu í eigu Inga Guðjónssonar, eins stofnanda og stjórnarformanns Lyfju.
Þar á eftir kemur Kristinn Zimsen með tæplega 19% hlut. Samkvæmt álagningarskrá ríkisskattsstjóra var hann meðal fjármagnstekjuhæstu einstaklinga landsins í fyrra en fjármagnstekjur hans námu tæplega hálfum milljarði króna í fyrra.
Aðeins tveir aðrir fóru með meira en 5% hlut en félögin Þarabakki ehf. og Neðri Hóll ehf. fóru með ríflega 8% hver. Rúmlega 80 aðrir hluthafar áttu samanlagt innan við 20%.
Áskrifendur Viðskiptablaðsins geta nálgast listann yfir 150 fjármagnstekjuhæstu einstaklingana árið 2023 í heild hér.