Búið er að samþykkja Kauptilboð í Bræðraborgarstíg 16 þar sem höfuðstöðvar sjávarútvegsfyrirtækisins Brims hafa verið til húsa síðustu tíu árin. Þetta staðfestir Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brims í samtali við dv.is. Kaupverðið er trúnaðarmál.

Félagið hyggst flytja starfsemi sína að Fiskislóð 14. Bræðraborgarstígur 15 er í eigu Fiskitanga hf. Fasteignafélagið B-16 ehf., sem er samkvæmt Fyrirtækjaskrá ríkisskattstjóra alfarið í eigu Guðmundar, á Fiskitanga. Húsið er alls 1.052 fermetrar og nemur fasteignamat þess alls 115,7 milljónum króna.